banner
   fim 19. mars 2020 19:58
Elvar Geir Magnússon
Búið að fjarlægja hitapulsuna af Laugardalsvelli
Mynd sem tekin var í dag þegar pulsan var fjarlægð.
Mynd sem tekin var í dag þegar pulsan var fjarlægð.
Mynd: Kristinn V. Jóhannsson
Hitapulsan var fjarlægð af Laugardalsvelli í dag, viku fyrr en áætlað var. Ástæðan er slæm veðurspá sem er framundan.

„Leiðinlegur dagur eftir alla erfiðu vinnuna sem við höfum lagt í völlinn í vetur. En það eru mikilvægari hlutir í lífinu en fótbolti," skrifar Kristinn V. Jóhannsson vallarstjóri á Twitter.

Hitapulsan hafði staðið fyrir sínu og völlurinn leit vel út eftir að hafa verið undir pulsunni.

Leikur Íslands og Rúmeníu átti að fara fram á Laugardalsvelli þann 26. mars en umspilsleikjunum hefur öllum verið frestað þar til í júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner