Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
banner
   þri 19. apríl 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Þungu fargi létt af Salah
Mynd: EPA
Liverpool er 2-0 yfir gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en liðin eigast við á Anfield. Luis Díaz og Mohamed Salah skoruðu mörkin.

Díaz skoraði eftir tæpar fimm mínútur. Salah slapp inn hægra megin, kom honum fyrir markið þar sem Díaz gat ekki annað en þrumað boltanum í netið. Fjórða mark hans fyrir félagið.

Annað mark Liverpool kom svo á 22. mínútu. Salah skoraði þá en hann hafði ekki skorað í síðustu þremur deildarleikjum og sex leikjum í heildina.

Sadio Mané lyfti boltanum yfir vörn United og inn á Salah sem lagði boltann vinstra megin við David De Gea og í netið.

Hægt er að sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.

Markið hjá Díaz
Annað markið frá Salah
Athugasemdir
banner
banner
banner