Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dusan skilgreining á atvinnumanni - „Hann er svona 3% fita"
Duan Brkovic
Duan Brkovic
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skoraði vissulega fyrsta markið en kemst aðallega í þennan dálk vegna varnarvinnu sinnar. Var alltaf mættur til þess að stoppa sókn Skagamanna og var snyrtilegur í sendingum," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í skýrslu sína eftir leik ÍA og KA á miðvikudag. Haraldur valdi Dusan Brkovic, miðvörð KA, næstbesta mann vallarins og rökstuddi valið með þessum orðum.

KA vann leikinn 0-2 og skoraði Dusan fyrra mark liðsins.

Dusan var einnig valinn í lið umferðarinnar og var það í annað sinn í sumar. Hann er 32 ára miðvörður sem gekk í raðir KA fyrir tímabilið.

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var spurður út í Dusan í viðtali eftir leik.

„Hann er rosalega flottur, mjög professional í öllu, hvernig hann æfir og hvernig hann hugsar um sig. Hann er mikill liðsmaður, með mikla reynlu og er mjög klókur. Hann er að gera gríðarlega vel og hann og Binni ná vel saman. Þetta er gríðarlega sterk vörn og hann er gríðarlega flottur flottur karakter," sagði Hallgrímur. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

Nafni hans Hallgrímur Mar Steingrímsson ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í Dusan.

Maður sér þennan leiðtoga við hlið Brynjars. Hvernig týpa er þetta og hvað hefur hann komið með inn í KA-liðið?

„Þegar ég sé gæjann þá hugsa ég bara atvinnumaður. Hann hagar sér þannig, mætir á æfingu tvisvar á dag, er alltaf að rúlla og teygja þegar hann þarf þess og gerir allt þetta auka sem þarf. Hann er svona 3% fita og er í topp-toppstandi."

„Hann er ekki sá hávaxnasti eða sá þykkasti en er samt grjótharður, fastur fyrir og gerir hlutina einfalt. Hann hefur komið með meira öryggi aftast með Binna og þeir hafa myndað mjög gott miðvarðapar,"
sagði Grímsi.

KA undirbýr sig nú fyrir toppslag gegn Val sem fram fer á Dalvíkurvelli klukkan 16:00 á morgun.
Hallgrímur Jónasar: Hann er að springa út núna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner