banner
   þri 19. júlí 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla hafnaði 55 milljónum frá Chelsea
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að Chelsea sé ekki búið að gefast upp á því að reyna að kaupa Jules Koundé, franskan miðvörð Sevilla.


Sevilla hefur harðneitað að lækka verðmiðann á varnarmanninum niðurfyrir 65 milljónir evra og er að bíða eftir að áhugasamt félag leggi fram nægilega gott tilboð.

Spænska félagið hafnaði 55 milljón evra tilboði frá Chelsea í gær og er enska félagið að undirbúa endurbætt tilboð. Todd Boehly þarf að bjóða 10 milljónir í viðbót til að festa kaup á miðverðinum.

Umboðsmaður Koundé er í viðræðum við Chelsea og Barcelona en óvíst er hvort Börsungar eigi efni á því að kaupa varnarmanninn.

Kounde er 23 ára gamall með 11 landsleiki að baki fyrir Frakkland. Hann hefur spilað 133 leiki á þremur árum hjá Sevilla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner