Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 19. september 2019 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu tilþrif Saka: Skoraði og lagði upp gegn Frankfurt
Bukayo Saka skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í kvöld en þetta var fyrsti leikur hans á tímabilinu.

Saka er aðeins 18 ára gamall en hann spilaði fjóra leiki með Arsenal á síðustu leiktíð.

Hann virðist hafa bætt sig gríðarlega en hann var allt í öllu í sigri Arsenal í kvöld. Hann átti sendingu á Joe Willock sem skoraði en boltinn fór af David Abraham og í markið.

Hann skoraði eftir sendingu Nicolas Pepe en hann lét vaða fyrir utan teig áður en hann lagði upp mark fyrir Pierre-Emerick Aubameyang.

Hægt er að sjá tilþrifin hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner