Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   sun 19. september 2021 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tottenham og Chelsea: Kepa byrjar
Það er tæpur klukkutími í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni; Tottenham tekur á móti Chelsea.

Þetta er Lundúnaslagur og verður eflaust hart barist. Bæði þessi lið hafa farið vel af stað; Chelsea er með tíu stig og Tottenham níu stig eftir fjóra leiki.

Son Heung-min snýr aftur í lið Tottenham eftir meiðsli og eru það frábær tíðindi fyrir Spurs. Cristian Romero og Giovani Lo Celso byrja einnig hjá Tottenham, ásamt Tanguy Ndombele og Emerson.

Kepa Arrizabalaga byrjar í markinu hjá Chelsea. Edouard Mendy er að glíma við meiðsli og því fær Kepa tækifærið. Annars er byrjunarlið Chelsea mjög sterkt - ekki annað hægt að segja en það.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Reguilon, Romero, Dier, Emerson Royal, Hojbjerg, Ndombele, Alli, Lo Celso, Son, Kane.
(Varamenn: Gollini, Doherty, Sanchez, Winks, Gil, Rodon, Skipp, Davies, Scarlett)

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rudiger, Christensen, Thiago Silva, Alonso, Kovacic, Jorginho, Mount, Havertz, Lukaku.
(Varamenn: Bettinelli, Kante, Werner, Chalobah, Saul, Hudson-Odoi, Chilwell, Ziyech, James)
Athugasemdir
banner