Á laugardaginn verða undanúrslitaleikir Fótbolti.net bikarsins á dagskrá, Selfoss og Árbær mætast á JÁVERK-vellinum á Selfossi og á sama tíma tekur KFA á móti Tindastóli í Fjarðabyggðarhöllinni.
Báðir leikirnir hefjast klukkan 13. Úrslitaleikurinn verður svo föstudagskvöldið 27. september á Laugardalsvelli.
Báðir leikirnir hefjast klukkan 13. Úrslitaleikurinn verður svo föstudagskvöldið 27. september á Laugardalsvelli.
Borgarverk býður frítt inn á leikinn á Selfossi. Í hálfleik mun lokahóf 3. og 4. flokks fara fram þar sem flokkarnir koma út á völlinn og verðlaun verða veitt.
Selfyssingar eru sigurstranglegastir keppninni, eftir að hafa unnið 2. deildina. Árbær hafnaði í þriðja sæti 3. deildar.
laugardagur 21. september
13:00 Selfoss-Árbær (JÁVERK-völlurinn)
13:00 KFA-Tindastóll (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir