Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   fim 19. september 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Berg fremstur í fyrsta sigri Al-Orobah
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al-Orobah þegar liðið nældi í sinn fyrsta sigur í sádí arabísku deildinni. En Jóa Berg var stillt upp sem fremsta manni.


Liðið lagði Al Fateh af velli 1-0 en Cristian Tello skoraði markið snemma í síðari hálfleik.

Tello er m.a. fyrrum leikmaður Barcelona en hann gekk til liðs við Al-Orobah í sumar einmitt frá Al Fateh. Al-Orobah er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Ísak Andri Sigurgeirsson var tekinn af velli eftir 79 mínútna leik þegar Norrköping gerði 2-2 jafntefli gegn Elfsborg í sænsku deildinni. Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi liðsins. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru ónotaðir varamenn í liði Elfsborg.

Elfsborg er með 37 stig í 4. sæti eftir 23 leiki en Norrköping er í 11. sæti með 26 stig.

Daníel Freyr Kristjánsson leikmaður danska liðsins Frederica var tekinn af velli þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar liðið tapaði 4-1 gegn Álaborg í danska bikarnum. Nóel Atli Arnórsson er leikmaður Álaborgar en er fjarverandi vegna meiðsla.

Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópi FC Noah þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Van á útivelli í efstu deild í Armeníu. Noah er með 7 stig í 5. sæti eftir fjórar umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner