Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 09:37
Elvar Geir Magnússon
Cooper nýr stjóri Leicester (Staðfest)
Steve Cooper er kominn til Leicester.
Steve Cooper er kominn til Leicester.
Mynd: EPA
Leicester City hefur ráðið Steve Cooper stjóra Nottingham Forest sem nýjan stjóra en hann hefur gert þriggja ára samning. Cooper er 44 ára og hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Forest í desember 2023.

Refirnir hafa verið í stjóraleit síðan Enzo Maresca yfirgaf félagið og tók við Chelsea í byrjun mánaðarins. Maresca tók við Leicester fyrir ári síðan og vann Championship-deildina.

Leicester er því mætt aftur í ensku úrvalsdeildina eftir eins árs fjarveru.

„Ég er afskaplega spenntur og stoltur af því að vera ráðinn stjóri Leicester. Þetta er magnað félag með ríka sögu og ástríðufulla stuðningsmenn. Ég er spenntur fyrir því að vinna með svona hæfileikaríkum leikmannahópi," segir Cooper.

Stjórn Leicester varð vonsvikinn yfir því að Maresca ákvað að yfirgefa félagið eftir sigur liðsins í B-deildinni. Í Cooper fá þeir stjóra með úrvalsdeildarreynslu sem var feikilega vinsæll sem stjóri Forest en var látinn taka pokann sinn um mitt liðið tímabil.

Leicester tekur á móti Tottenham þann 19. ágúst, í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner