„Þetta var frábær leikur hjá okkur í dag." sagði Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Fylkir
„Við pressuðum þá vel þegar það átti að gera það og féllum vel niður þegar þeir náðu sínum leik. Þeir opna okkur eiginlega aldrei. Það sem hefur vantað upp á hjá okkur á þessu tímabili er að skerpa á okkur í föstum leikatriðum, mörkin hafa verið að leka inn þar en við átum alla bolta þar. Þeir fengu helling af hornspyrnum og föstum leikatriðum en hafsentarnir okkar bara átu þetta allt, hefði það verið svoleiðis í allt sumar værum við með miklu fleiri stig. " sagði Albert.
Albert var þá aðspurður um innkomu Hermanns Hreiðarssonar í stjórastöðu Fylkis.
„Hans áherslur eru að koma í gegn, hann vill að við förum á þessi lið hérna og pressum, liggjum ekki bara til baka og hræðumst liðin heldur látum þá hræðast okkur."
Hermann er mjög líflegur á hliðarlínunni og hljóp álíka mikið og leikmennirnar.
„Hann hlýtur að fara í sturtu með okkur eftir þennan leik."
Albert skoraði sigurmarkið í leiknum þar sem hann lagði boltann fallega yfir Gunnleif Gunnleifsson í marki Blika.
„Hann stendur oft aðeins fyrir framan rammann sérstaklega þegar maður er svona að detta í gegn. En það var mér samt ekkert fyrst í huga þegar ég fékk hann að setja boltann yfir hann, mér fannst boltinn aðeins falla frá mér til hliðar og fannst Elfar ætla að stíga mig út svo þetta var það eina í stöðunni."
Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir
























