Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   mán 20. júlí 2015 21:59
Valur Páll Eiríksson
Albert Brynjar: Gulli stendur oft framarlega
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var frábær leikur hjá okkur í dag." sagði Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fylkir

„Við pressuðum þá vel þegar það átti að gera það og féllum vel niður þegar þeir náðu sínum leik. Þeir opna okkur eiginlega aldrei. Það sem hefur vantað upp á hjá okkur á þessu tímabili er að skerpa á okkur í föstum leikatriðum, mörkin hafa verið að leka inn þar en við átum alla bolta þar. Þeir fengu helling af hornspyrnum og föstum leikatriðum en hafsentarnir okkar bara átu þetta allt, hefði það verið svoleiðis í allt sumar værum við með miklu fleiri stig. " sagði Albert.

Albert var þá aðspurður um innkomu Hermanns Hreiðarssonar í stjórastöðu Fylkis.

„Hans áherslur eru að koma í gegn, hann vill að við förum á þessi lið hérna og pressum, liggjum ekki bara til baka og hræðumst liðin heldur látum þá hræðast okkur."

Hermann er mjög líflegur á hliðarlínunni og hljóp álíka mikið og leikmennirnar.

„Hann hlýtur að fara í sturtu með okkur eftir þennan leik."

Albert skoraði sigurmarkið í leiknum þar sem hann lagði boltann fallega yfir Gunnleif Gunnleifsson í marki Blika.

„Hann stendur oft aðeins fyrir framan rammann sérstaklega þegar maður er svona að detta í gegn. En það var mér samt ekkert fyrst í huga þegar ég fékk hann að setja boltann yfir hann, mér fannst boltinn aðeins falla frá mér til hliðar og fannst Elfar ætla að stíga mig út svo þetta var það eina í stöðunni."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan
Athugasemdir
banner
banner