Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 20. júlí 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en liðið varðist mest megnið af leiknum og nýtti sín örfáu færi.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

Keflavík var meira með boltann í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi. Stjarnan byrjaði af krafti með marki frá Ölmu Mathiesen áður en heimakonur jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins og var Kristján virkilega ánægður með að ná í þrjú stig úr þessum leik.

„Að vinna leik þar sem við stöndum meirihlutann í vörn og fáum afskaplega fá færi og vinnum það hefur ekki verið mikið mynd af leikjunum okkar í sumar en það gerist núna," sagði Kristján við Fótbolta.net.

„Það er ákveðin taktík hvernig við röðuðum leikmönnunum inná í upphafi leiks og hverjar eru á inná vellinum undir lokin sem gekk upp hjá okkur. Það er það sem við vitum en aðrir sjá ekki."

„Nei, það er farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp en ég þekki þessa tilfinningu að vera ofan á í leik, vera meira með boltann og skapa hálffæri trekk í trekk og fá á sig eitt eða tvö færi og tapa. Ég skil Keflvíkinga mjög vel."

„Við áttum dapran leik með boltann en við vörðumst og það er hluti af þessum fótbolta og ég er ánægður með hvernig liðið var í skipulagi og hélt ró í varnarleiknum þrátt fyrir að það lægi mikið á liðinu."


Betsy Hassett er mikilvægur leikmaður fyrir Stjörnuna á miðjunni en hún er ekki með liðinu þessa dagana þar sem hún er með Nýja-Sjálandi á Ólympíuleikunum. Það vantaði hennar gæði í dag.

„Við höfum séð það í þessum leik þar sem við erum að spila upp völlinn þá vantar þessa tengingu á milli sóknar og varnar."

Stjarnan mætir Selfyssingum í næsta leik og gat Kristján tekið margt úr leiknum í kvöld með sér inn í næstu viðureign.

„Að við höfum tekið þetta skref og geta varist lungan úr leiknum og nýtt þessi örfáu færi sem við fengum til að skora og vinna leikinn," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner