Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 20. júlí 2021 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Keflavík í kvöld en liðið varðist mest megnið af leiknum og nýtti sín örfáu færi.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Stjarnan

Keflavík var meira með boltann í leiknum og skapaði sér nokkur góð færi. Stjarnan byrjaði af krafti með marki frá Ölmu Mathiesen áður en heimakonur jöfnuðu seint í fyrri hálfleiknum.

Sigurmarkið kom undir lok leiksins og var Kristján virkilega ánægður með að ná í þrjú stig úr þessum leik.

„Að vinna leik þar sem við stöndum meirihlutann í vörn og fáum afskaplega fá færi og vinnum það hefur ekki verið mikið mynd af leikjunum okkar í sumar en það gerist núna," sagði Kristján við Fótbolta.net.

„Það er ákveðin taktík hvernig við röðuðum leikmönnunum inná í upphafi leiks og hverjar eru á inná vellinum undir lokin sem gekk upp hjá okkur. Það er það sem við vitum en aðrir sjá ekki."

„Nei, það er farið að skyggja svakalega þannig það gengur ekki upp en ég þekki þessa tilfinningu að vera ofan á í leik, vera meira með boltann og skapa hálffæri trekk í trekk og fá á sig eitt eða tvö færi og tapa. Ég skil Keflvíkinga mjög vel."

„Við áttum dapran leik með boltann en við vörðumst og það er hluti af þessum fótbolta og ég er ánægður með hvernig liðið var í skipulagi og hélt ró í varnarleiknum þrátt fyrir að það lægi mikið á liðinu."


Betsy Hassett er mikilvægur leikmaður fyrir Stjörnuna á miðjunni en hún er ekki með liðinu þessa dagana þar sem hún er með Nýja-Sjálandi á Ólympíuleikunum. Það vantaði hennar gæði í dag.

„Við höfum séð það í þessum leik þar sem við erum að spila upp völlinn þá vantar þessa tengingu á milli sóknar og varnar."

Stjarnan mætir Selfyssingum í næsta leik og gat Kristján tekið margt úr leiknum í kvöld með sér inn í næstu viðureign.

„Að við höfum tekið þetta skref og geta varist lungan úr leiknum og nýtt þessi örfáu færi sem við fengum til að skora og vinna leikinn," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner