Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 20. september 2021 22:25
Magnús Þór Jónsson
Brynjar: Þvoði þvott yfir leikjunum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var stór sigurinn hjá HK í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn, 1-0 og vonin um áframhaldandi veru í efstu deild lifir.

Mér fannst þetta gríðarlega góður leikur að okkar hálfu. Við vitum hvernig Stjarnan spilar, mikið af löngum boltum og barátta um seinni boltann. Við urðum að jafna eða vera betri í því en Stjarnan og ég tel okkur hafa verið það.

Leikurinn í kvöld var sá eini á meðan að hinir leikirnir fimm fóru fram í gær. Var það eitthvað sem hafði áhrif á undirbúning HK?

Þetta skipti mig sjálfan ekki máli. Ég fylgdist ekkert með leikjunum í gær, er búinn að sjá úrslitin en ekkert að blanda mér í annarra drama, við eigum alveg nóg með sjálfa okkur. Ég þvoði þvott, borðaði og fór í sund á meðan að leikirnir voru í gangi í gær.

Það var risaatvik í síðari hálfleik þegar Birnir Snær Ingason fékk annað gult spjald fyrir leikaraskap. Hver er sýn Brynjars á það?

Mér fannst það ódýrt. Fyrra spjaldið hans allavega mjög ódýrt. Það seinna, ef þetta var dýfa var þetta gult spjald en ef þetta var víti var það mjög óheppilegt fyrir dómarann. Ef þetta var á mörkunum þá á það ekki að vera spjald. Dómarinn þarf að vera ansi viss í sinni sök til að reka hann útaf.

Kópavogsslagur sem HK þarf að klára til að vera vissir um að halda sér uppi.

Ég spái því að þetta verði hádramatískt eins og var í gær og í dag. Birnir verður ekki með og við tökum stöðuna á Leif á morgun eða hinn á meðan Martin kemur inn. Við erum með þokkalega góðan hóp og þeir sem komu inn í dag voru allir klárir.

Ég held að menn ættu að ná sér í miða og tjalda bara á föstudaginn fyrir leikinn.

Athugasemdir
banner