Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 20. september 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Geggjað að fá Alfreð, Aron og Guðlaug Victor aftur í hópinn - „Þeir eru til staðar fyrir alla"
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er spenntur fyrir landsliðsverkefninu, sem er nú þegar hafið. Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Austurríki, ræddi við landsliðsmenn í Vín í dag.

Hópurinn kom saman í gær og hefur æft síðustu tvo daga en fyrst mun liðið mæta Venesúla í vináttuleik á fimmtudag áður en spilaður er mikilvægur leikur við Albaníu í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur talaði um leikina sem framundan eru í viðtali við Fótbolta.net en það er eini fjölmiðillinn sem fylgir íslenska liðinu eftir í Austurríki.

„Bara mjög gaman. Alltaf gaman að hitta hópinn, spennandi tímar og skemmtilegt verkefni framundan."

„Ég veit ekki alveg hvernig byrjunarliðið verður en þetta er bara undirbúningur fyrir Albaníuleikinn. Það er markmiðið með þessum leik að byrja undirbúninginn þar en ég veit náttúrulega ekki hvernig byrjunarliðið verður."

„Ég get ekki sagt það en auðvitað vill maður alltaf spila."


Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson eru mættir aftur í hópinn eftir dágóða fjarveru. Jón Dagur er ánægður að fá þá inn og segir hann að þetta geti hjálpað liðinu til muna.

„Í rauninni ekki. Það skiptir auðvitað smá máli hvernig það gengur inn á vellinum. Ég myndi segja, eins og við höfum farið yfir, þá erum við ekki búnir að fá úrslitin sem við viljum en það hefur ekki myndast slæmst andrúmsloft innan hópsins eða neitt þannig. Við erum bara að móta nýtt lið og fá þá inn er bara snilld."

„Auðvitað eru þeir með gríðarlega mikla reynslu og geta hjálpað öllum leikmönnunum. Þeir eru til staðar fyrir alla en ég myndi ekki segja að æfingarnir eru öðruvísi en bara geggjað að fá þá inn,"
sagði Jón Dagur við Fótbolta.net en hann ræddi meðal annars um félagaskipti sín til Leuven og belgíska fótboltann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner