Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 20. september 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Geggjað að fá Alfreð, Aron og Guðlaug Victor aftur í hópinn - „Þeir eru til staðar fyrir alla"
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er spenntur fyrir landsliðsverkefninu, sem er nú þegar hafið. Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Austurríki, ræddi við landsliðsmenn í Vín í dag.

Hópurinn kom saman í gær og hefur æft síðustu tvo daga en fyrst mun liðið mæta Venesúla í vináttuleik á fimmtudag áður en spilaður er mikilvægur leikur við Albaníu í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur talaði um leikina sem framundan eru í viðtali við Fótbolta.net en það er eini fjölmiðillinn sem fylgir íslenska liðinu eftir í Austurríki.

„Bara mjög gaman. Alltaf gaman að hitta hópinn, spennandi tímar og skemmtilegt verkefni framundan."

„Ég veit ekki alveg hvernig byrjunarliðið verður en þetta er bara undirbúningur fyrir Albaníuleikinn. Það er markmiðið með þessum leik að byrja undirbúninginn þar en ég veit náttúrulega ekki hvernig byrjunarliðið verður."

„Ég get ekki sagt það en auðvitað vill maður alltaf spila."


Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson eru mættir aftur í hópinn eftir dágóða fjarveru. Jón Dagur er ánægður að fá þá inn og segir hann að þetta geti hjálpað liðinu til muna.

„Í rauninni ekki. Það skiptir auðvitað smá máli hvernig það gengur inn á vellinum. Ég myndi segja, eins og við höfum farið yfir, þá erum við ekki búnir að fá úrslitin sem við viljum en það hefur ekki myndast slæmst andrúmsloft innan hópsins eða neitt þannig. Við erum bara að móta nýtt lið og fá þá inn er bara snilld."

„Auðvitað eru þeir með gríðarlega mikla reynslu og geta hjálpað öllum leikmönnunum. Þeir eru til staðar fyrir alla en ég myndi ekki segja að æfingarnir eru öðruvísi en bara geggjað að fá þá inn,"
sagði Jón Dagur við Fótbolta.net en hann ræddi meðal annars um félagaskipti sín til Leuven og belgíska fótboltann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner