Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 20. september 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Geggjað að fá Alfreð, Aron og Guðlaug Victor aftur í hópinn - „Þeir eru til staðar fyrir alla"
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er spenntur fyrir landsliðsverkefninu, sem er nú þegar hafið. Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Austurríki, ræddi við landsliðsmenn í Vín í dag.

Hópurinn kom saman í gær og hefur æft síðustu tvo daga en fyrst mun liðið mæta Venesúla í vináttuleik á fimmtudag áður en spilaður er mikilvægur leikur við Albaníu í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur talaði um leikina sem framundan eru í viðtali við Fótbolta.net en það er eini fjölmiðillinn sem fylgir íslenska liðinu eftir í Austurríki.

„Bara mjög gaman. Alltaf gaman að hitta hópinn, spennandi tímar og skemmtilegt verkefni framundan."

„Ég veit ekki alveg hvernig byrjunarliðið verður en þetta er bara undirbúningur fyrir Albaníuleikinn. Það er markmiðið með þessum leik að byrja undirbúninginn þar en ég veit náttúrulega ekki hvernig byrjunarliðið verður."

„Ég get ekki sagt það en auðvitað vill maður alltaf spila."


Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson eru mættir aftur í hópinn eftir dágóða fjarveru. Jón Dagur er ánægður að fá þá inn og segir hann að þetta geti hjálpað liðinu til muna.

„Í rauninni ekki. Það skiptir auðvitað smá máli hvernig það gengur inn á vellinum. Ég myndi segja, eins og við höfum farið yfir, þá erum við ekki búnir að fá úrslitin sem við viljum en það hefur ekki myndast slæmst andrúmsloft innan hópsins eða neitt þannig. Við erum bara að móta nýtt lið og fá þá inn er bara snilld."

„Auðvitað eru þeir með gríðarlega mikla reynslu og geta hjálpað öllum leikmönnunum. Þeir eru til staðar fyrir alla en ég myndi ekki segja að æfingarnir eru öðruvísi en bara geggjað að fá þá inn,"
sagði Jón Dagur við Fótbolta.net en hann ræddi meðal annars um félagaskipti sín til Leuven og belgíska fótboltann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner