Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 20. september 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Geggjað að fá Alfreð, Aron og Guðlaug Victor aftur í hópinn - „Þeir eru til staðar fyrir alla"
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í hópinn
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er spenntur fyrir landsliðsverkefninu, sem er nú þegar hafið. Örvar Jens Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net í Austurríki, ræddi við landsliðsmenn í Vín í dag.

Hópurinn kom saman í gær og hefur æft síðustu tvo daga en fyrst mun liðið mæta Venesúla í vináttuleik á fimmtudag áður en spilaður er mikilvægur leikur við Albaníu í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur talaði um leikina sem framundan eru í viðtali við Fótbolta.net en það er eini fjölmiðillinn sem fylgir íslenska liðinu eftir í Austurríki.

„Bara mjög gaman. Alltaf gaman að hitta hópinn, spennandi tímar og skemmtilegt verkefni framundan."

„Ég veit ekki alveg hvernig byrjunarliðið verður en þetta er bara undirbúningur fyrir Albaníuleikinn. Það er markmiðið með þessum leik að byrja undirbúninginn þar en ég veit náttúrulega ekki hvernig byrjunarliðið verður."

„Ég get ekki sagt það en auðvitað vill maður alltaf spila."


Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson eru mættir aftur í hópinn eftir dágóða fjarveru. Jón Dagur er ánægður að fá þá inn og segir hann að þetta geti hjálpað liðinu til muna.

„Í rauninni ekki. Það skiptir auðvitað smá máli hvernig það gengur inn á vellinum. Ég myndi segja, eins og við höfum farið yfir, þá erum við ekki búnir að fá úrslitin sem við viljum en það hefur ekki myndast slæmst andrúmsloft innan hópsins eða neitt þannig. Við erum bara að móta nýtt lið og fá þá inn er bara snilld."

„Auðvitað eru þeir með gríðarlega mikla reynslu og geta hjálpað öllum leikmönnunum. Þeir eru til staðar fyrir alla en ég myndi ekki segja að æfingarnir eru öðruvísi en bara geggjað að fá þá inn,"
sagði Jón Dagur við Fótbolta.net en hann ræddi meðal annars um félagaskipti sín til Leuven og belgíska fótboltann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner