Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 21. febrúar 2021 14:46
Aksentije Milisic
Messi orðinn leikjahæsti leikmaður Barcelona í sögu La Liga
Þessi stundina eigast við Barcelona og Cadiz í La Liga deildinni á Spáni.

Þegar þetta er skrifað er staðan 1-0 fyrir Börsunga en Lionel Messi gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Messi er hins vegar að skrá sig á spjöld sögunnar í dag.

Hann er núna orðinn leikjahæsti leikmaður Barcelona í sögu deildarinnar en leikurinn í dag er númer 506 hjá Argentínumanninum.

Spánverjinn Xavi átti þetta met áður en Messi bætti það í leiknum í dag.


Athugasemdir