Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 16:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney: Stuðningsmennirnir samþykktu mig aldrei
Mynd: Getty Images

Wayne Rooney fyrrum stjóri Birmingham segir að stuðningsmenn liðsins hafi aldrei haft trú á því að hann myndi snúa blaðinu við.


Rooney tók við af John Eustace í október en var rekinn í síðasta mánuði. Rooney vann aðeins tvo leiki af fimmtán en hann tók við liðinu í 9. sæti en þegar hann yfirgaf félagið var liðið sex stigum frá fallsæti.

„Stuðningsmenn Birmingham City samþykktu mig ekki frá fyrsta degi. John Eustace gerði góða hluti en þeir gerðu breytingu og báðu mig að koma."

„Ég mætti en vissi strax að ég yrði ekki samþykktur af stuðningsmönnunum. Ég held að það hafi verið vegna þess að Eustace hafði gert góða hluti," sagði Rooney.


Athugasemdir
banner
banner
banner