Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 21. mars 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Parma
Hörður Björgvin: Maður veit ekkert hvað gerist í þessum fótbolta
Icelandair
Hörður Björgvin á æfingunni í dag.
Hörður Björgvin á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon var ekki til í að svara á ítölsku í viðtali við Fótbolta.net í dag en sagði að það væri gott að vera mættur aftur til Parma.

Eins og fleiri í íslenska landsliðinu hefur Hörður ekki fengið margar mínútur síðustu vikur með félagsliði sínu. Hörður hefur verið ónotaður varamaður í síðustu leikjum með Bristol City í Championship-deildinni.

„Tímabilið byrjaði vel hjá mér og ég spilaði yfir 20 leiki í röð. Svo fór liðinu að ganga illa og þjálfarinn fór að reyna að finna út hvar væru veikleikar og hvað við þyrftum að gera. Við erum nokkrir sem vorum teknir út án þess að gefin væru rök fyrir því," segir Hörður.

„Ég fékk tækifærið aftur og nýtti það vel. Ef maður er ekki í byrjunarliðinu verður maður að vera klár á bekknum."

Þegar Hörður fékk tækifærið í upphafi mánaðarins lék hann virkilega vel í leik gegn Burton Albion. Hann var valinn í úrvalslið umferðarinnar í Championship-deildinni en þrátt fyrir það hefur hann ekki spilað mínútu síðan.

„Ég er mjög svekktur yfir því og veit að það eru margir stuðningsmenn líka. Liðið hefur komist aðeins ofar í deildinni og er ánægður með það, ég er ánægður ef við höldum okkur uppi. Maður vill samt spila sem flesta leiki," segir Hörður sem segist þó ekki vera farinn að hugsa sér til hreyfings frá Bristol.

„Maður veit samt ekkert hvað gerist í þessum fótbolta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner