Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 21. maí 2013 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Blod på tanden
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var svekktur með 0-1 tap liðsins gegn FH í kvöld.

,,Vítaspyrnan var nú ekki það sem réði úrslitum í þessum leik, en að sjálfsögðu ef við hefðum skorað úr henni og leikurinn farið jafntefli þá hefði verið hálfgert óbragð í munninum á manni en við hefðum tekið þvi óbragði," sagði Ólafur.

,,Frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góði til þess að fá einhvern skapaðan hlut úr þessum leik. Leikurinn spilaðist ekki vel af okkar hálfu, við vorum varnarlega veikir úti um allan völl, aftasta línan mjög óörugg, miðjan lenti undir."

,,Sendingarnar voru slakar, ákvörðunartaka ekki góð og í hreinskilni sagt var þetta slakur leikur hjá okkur. Menn eru svolítið að blekkja sig á því að það hafi ráðið úrslitum, segir kannski mikið um okkar hlutskipti í leiknum að við náðum ekki einu sinni að setja vítaspyrnu í leiknum."

,,Þetta var slakasta frammistaðan í langan tíma og það er fúlt að það skuli vera hér á Íslandsmóti gegn FH. Það reynir svolítið á það núna hvernig við erum skrúfaðir saman, það er ljóst að þú tapir leikjum og gerir mistök, það er ekki spurning hvort heldur hvernig þú bregst við því."

,,Mér fannst ágætt að hann kæmi út úr og sæi leikinn utan frá og ætti svo möguleika á því að koma inn á. Þetta spilaðist svolítið öðruvísi en ég hafði lagt upp og reikna með en það hafa allir gott af því að setjast á bekkinn og fá blod på tanden,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner