Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. maí 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Breytt um nafn á heimavelli Njarðvíkur
Njarðvík hefur skipt um nafn á heimavelli sínum.
Njarðvík hefur skipt um nafn á heimavelli sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var gengið frá samning milli Njarðvíkur og Rafholts ehf. um að keppnisvöllur deildarinnar heiti Rafholtsvöllurinn næstu tvö árin.

„Stjórn deildarinnar er mjög ánægð með að samningar hafi náðst og þökkum við eigendum Rafholts kærlega fyrir," segir í tilkynningu frá Njarðvík.

Keppnisvöllur Njarðvíkur hefur frá því við liðið byrjaði að leika á þeim velli heitið Njarðtaksvöllurinn. „Stjórn deildarinnar þakkar eiganda Njarðtaks fyrir gott samstarf á þessum árum."

Fyrsti leikur Njarðvíkur á Rafholtsvellinum er grannaslagur gegn Keflavík á fimmtudagskvöld. Er það leikur í 4. umferð Inkasso-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner