Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
banner
   lau 21. maí 2022 19:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Hreiðars: Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn tóku á móti Skagamönnum í dag á Hásteinsvelli þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiks í 7.umferð Bestu deildar karla.

ÍBV þurfa bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sumarsins en þeir þurftu að bíta í það súra að ná ekki sigri hér í dag þrátt fyrir að fá vítaspyrnu djúpt inn í uppbótartímann.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Rosalegt svekkelsi eða vonbriði svona með úrslitin nátturlega eðlilega. Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur og spiluðum hrikalega góðan leik, bæði frábæran varnarleik og áttum stórskemmtilegar sóknir og fullt af dauðafærum. Þetta eiga að vera þrjú stig á venjulegum degi." Sagði Hermann Hreiðarsson þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag. 

Eyjamenn lentu manni færri um miðjan seinni hálfleikinn þegar Elvis Bwomono fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt en það má vel færa rök fyrir því að bæði spjöldin hans í dag væru mikill óþarfi.

„Nei, ódýrt og hann býður upp á þetta og nátturlega svekkjandi að missa mann útaf svona en þetta endurspeglar svo sem svolítið karakterinn og viljann sem er í liðinu." 

Eyjamenn fengu vítaspyrnu langt inn í uppbótartímann þar sem Andri Rúnar Bjarnason og Hans Mpongo rifust aðeins um það hvort ætti að taka spyrnuna. Hemmi var ekki sáttur að sjá þessi rifrildi.

„Já það var agalegt, Andri er vítaskyttan og þetta á ekkert að vera vera nein spurning og myndi segja að þetta hafi verið alveg galið í rauninni." 

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner