Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 21. maí 2022 19:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Hemmi Hreiðars: Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjamenn tóku á móti Skagamönnum í dag á Hásteinsvelli þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiks í 7.umferð Bestu deildar karla.

ÍBV þurfa bíða aðeins lengur eftir fyrsta sigri sumarsins en þeir þurftu að bíta í það súra að ná ekki sigri hér í dag þrátt fyrir að fá vítaspyrnu djúpt inn í uppbótartímann.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

„Rosalegt svekkelsi eða vonbriði svona með úrslitin nátturlega eðlilega. Við vorum miklu betri hérna í 90 mínútur og spiluðum hrikalega góðan leik, bæði frábæran varnarleik og áttum stórskemmtilegar sóknir og fullt af dauðafærum. Þetta eiga að vera þrjú stig á venjulegum degi." Sagði Hermann Hreiðarsson þjáflari ÍBV eftir leikinn í dag. 

Eyjamenn lentu manni færri um miðjan seinni hálfleikinn þegar Elvis Bwomono fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt en það má vel færa rök fyrir því að bæði spjöldin hans í dag væru mikill óþarfi.

„Nei, ódýrt og hann býður upp á þetta og nátturlega svekkjandi að missa mann útaf svona en þetta endurspeglar svo sem svolítið karakterinn og viljann sem er í liðinu." 

Eyjamenn fengu vítaspyrnu langt inn í uppbótartímann þar sem Andri Rúnar Bjarnason og Hans Mpongo rifust aðeins um það hvort ætti að taka spyrnuna. Hemmi var ekki sáttur að sjá þessi rifrildi.

„Já það var agalegt, Andri er vítaskyttan og þetta á ekkert að vera vera nein spurning og myndi segja að þetta hafi verið alveg galið í rauninni." 

Nánar er rætt við Hermann Hreiðarsson í spilaranum hérna fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner