Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 21. maí 2022 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki
Stoltur af sínu liði
Stoltur af sínu liði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KR og Leiknir R. mættust í dag klukkan 16:00 í Bestu Deild karla þar sem að leikar enduðu með 1-1 jafntefli en var Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis ósáttur að taka ekki öll þrjú stigin?

"Já svo sannarlega, vorum skelfilegir í fyrri hálfleik komum út í seinni hálfleikinn og fannst við ´bossa´ leikinn fengum fullt fullt fullt af færum. Ótrúlegt hrós á liðið hvernig við komum  inn í seinni hálfleikinn við gerðum tvær breytingar í hálfleik og þeir sem koma inn breyttu leiknum. Hugarfarið og hvernig við breyttum leiknum í seinni, ég er virkilega ánægður með strákana"  


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

Siggi talaði um skelfilegan fyrri hálfleik, hvernig þá?

"Fannst við bara hræddir og vildum ekki vera með boltann og einhvern veginn bara illa stemmdir en það gæti að vissu leiti verið eðlilegt miðað við okkar gengi upp á síðkastið en svo komum við inn í seinni hálfleikinn og að mínu viti bara virkilega góðir. Ég er ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki en ofboðslega ánægður hvernig við brugðumst við og hvernig seinni hálfleikurinn var"

Siggi talar svo einmitt um þenna flotta síðari hálfleik, hvað gekk upp þar?

"Þorðum að vera með boltann, skilaboðin í hálfleik voru bara að allir þurftu að þora fá boltann til þess að gera og breyta leiknum fyrir okkur. Þeir sem komu inn á þorðu að vera með boltann og seinni hálfleikurinn virkilega góður"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem hann talar um frammistöðu Mikkel Dahl og hvernig skal byggja ofan á þessi úrslit.


Athugasemdir
banner