Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 21. maí 2022 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki
Stoltur af sínu liði
Stoltur af sínu liði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KR og Leiknir R. mættust í dag klukkan 16:00 í Bestu Deild karla þar sem að leikar enduðu með 1-1 jafntefli en var Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis ósáttur að taka ekki öll þrjú stigin?

"Já svo sannarlega, vorum skelfilegir í fyrri hálfleik komum út í seinni hálfleikinn og fannst við ´bossa´ leikinn fengum fullt fullt fullt af færum. Ótrúlegt hrós á liðið hvernig við komum  inn í seinni hálfleikinn við gerðum tvær breytingar í hálfleik og þeir sem koma inn breyttu leiknum. Hugarfarið og hvernig við breyttum leiknum í seinni, ég er virkilega ánægður með strákana"  


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

Siggi talaði um skelfilegan fyrri hálfleik, hvernig þá?

"Fannst við bara hræddir og vildum ekki vera með boltann og einhvern veginn bara illa stemmdir en það gæti að vissu leiti verið eðlilegt miðað við okkar gengi upp á síðkastið en svo komum við inn í seinni hálfleikinn og að mínu viti bara virkilega góðir. Ég er ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki en ofboðslega ánægður hvernig við brugðumst við og hvernig seinni hálfleikurinn var"

Siggi talar svo einmitt um þenna flotta síðari hálfleik, hvað gekk upp þar?

"Þorðum að vera með boltann, skilaboðin í hálfleik voru bara að allir þurftu að þora fá boltann til þess að gera og breyta leiknum fyrir okkur. Þeir sem komu inn á þorðu að vera með boltann og seinni hálfleikurinn virkilega góður"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem hann talar um frammistöðu Mikkel Dahl og hvernig skal byggja ofan á þessi úrslit.


Athugasemdir