Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 21. maí 2022 18:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Siggi Höskulds: Ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki
Stoltur af sínu liði
Stoltur af sínu liði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KR og Leiknir R. mættust í dag klukkan 16:00 í Bestu Deild karla þar sem að leikar enduðu með 1-1 jafntefli en var Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis ósáttur að taka ekki öll þrjú stigin?

"Já svo sannarlega, vorum skelfilegir í fyrri hálfleik komum út í seinni hálfleikinn og fannst við ´bossa´ leikinn fengum fullt fullt fullt af færum. Ótrúlegt hrós á liðið hvernig við komum  inn í seinni hálfleikinn við gerðum tvær breytingar í hálfleik og þeir sem koma inn breyttu leiknum. Hugarfarið og hvernig við breyttum leiknum í seinni, ég er virkilega ánægður með strákana"  


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

Siggi talaði um skelfilegan fyrri hálfleik, hvernig þá?

"Fannst við bara hræddir og vildum ekki vera með boltann og einhvern veginn bara illa stemmdir en það gæti að vissu leiti verið eðlilegt miðað við okkar gengi upp á síðkastið en svo komum við inn í seinni hálfleikinn og að mínu viti bara virkilega góðir. Ég er ógeðslega svekktur að vinna þetta ekki en ofboðslega ánægður hvernig við brugðumst við og hvernig seinni hálfleikurinn var"

Siggi talar svo einmitt um þenna flotta síðari hálfleik, hvað gekk upp þar?

"Þorðum að vera með boltann, skilaboðin í hálfleik voru bara að allir þurftu að þora fá boltann til þess að gera og breyta leiknum fyrir okkur. Þeir sem komu inn á þorðu að vera með boltann og seinni hálfleikurinn virkilega góður"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem hann talar um frammistöðu Mikkel Dahl og hvernig skal byggja ofan á þessi úrslit.


Athugasemdir
banner