Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 21. júní 2022 21:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Þetta er langtíma verkefni
Mynd: FH-ingar.net

Eiður Smári Guðjohnsen er nýr aðalþjálfari FH og var hann við stjórn í sínum fyrsta leik sumarsins upp á skaga í kvöld. FH og ÍA skildu jöfn 1-1 en veðrið setti stórt strik í reikninginn í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Leikurinn fór fínt. Ég var virkilega ánægður með liðsheildina, með vinnusemi þetta voru erfiðar aðstæður það verður að viðurkennast. Á köflum spiluðum við fínt, vantaði kannski að vera aðeins beinskeyttari en það kemur með tímanum. Ég er ánægður að við skildum sýna svona mikla þolinmæði eftir að hafa lent undir og þá akkúrat þegar þú byrjar að stjórna leiknum miklu betur. En svona er fótboltinn, við hefðum hugsanlega átt að fá víti í seinni hálfleik ég veit það ekki"

Sagði Eiður Smári um gang leiksins. FH er ekki á þeim stað í deildinni sem þeir vilja vera á og stjórn klúbbsins treystir á Eið að lagfæra þá stöðu.

„Þetta er náttúrulega langtíma verkefni við þurfum að rífa okkur upp töfluna það er nokkuð ljóst. Ég held það sé enginn sem er ánægður með stöðuna í deildinni. Við þurfum að koma með aðeins meira sjálfstraust inn í leikina. Við verðum að trúa því að við höfum gæðin til að vinna leiki og koma okkur upp töfluna"

Markið sem FH fær á sig var mjög klaufalegt en Atli Gunnar markvörður liðsins tók of þunga snertingu og Kaj Leo stal boltanum af honum og skoraði úr því.

„Hugsanlega hefðum við átt að spila boltanum fram á við bara aðeins fyrr. Mér fannst ekki vera mikil pressa á okkur en svo bara gerast mistök sem kostaði okkur mark á tímapunkti sem var ekkert of mikil pressa á okkur en þetta er bara hluti af leiknum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um meiðslin hjá Gunnari Nielsen og leikmannamál. Það var mikið rok á skaganum og því líklega gott að lesa textann með myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner