Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 21. júní 2022 21:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Þetta er langtíma verkefni
Mynd: FH-ingar.net

Eiður Smári Guðjohnsen er nýr aðalþjálfari FH og var hann við stjórn í sínum fyrsta leik sumarsins upp á skaga í kvöld. FH og ÍA skildu jöfn 1-1 en veðrið setti stórt strik í reikninginn í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Leikurinn fór fínt. Ég var virkilega ánægður með liðsheildina, með vinnusemi þetta voru erfiðar aðstæður það verður að viðurkennast. Á köflum spiluðum við fínt, vantaði kannski að vera aðeins beinskeyttari en það kemur með tímanum. Ég er ánægður að við skildum sýna svona mikla þolinmæði eftir að hafa lent undir og þá akkúrat þegar þú byrjar að stjórna leiknum miklu betur. En svona er fótboltinn, við hefðum hugsanlega átt að fá víti í seinni hálfleik ég veit það ekki"

Sagði Eiður Smári um gang leiksins. FH er ekki á þeim stað í deildinni sem þeir vilja vera á og stjórn klúbbsins treystir á Eið að lagfæra þá stöðu.

„Þetta er náttúrulega langtíma verkefni við þurfum að rífa okkur upp töfluna það er nokkuð ljóst. Ég held það sé enginn sem er ánægður með stöðuna í deildinni. Við þurfum að koma með aðeins meira sjálfstraust inn í leikina. Við verðum að trúa því að við höfum gæðin til að vinna leiki og koma okkur upp töfluna"

Markið sem FH fær á sig var mjög klaufalegt en Atli Gunnar markvörður liðsins tók of þunga snertingu og Kaj Leo stal boltanum af honum og skoraði úr því.

„Hugsanlega hefðum við átt að spila boltanum fram á við bara aðeins fyrr. Mér fannst ekki vera mikil pressa á okkur en svo bara gerast mistök sem kostaði okkur mark á tímapunkti sem var ekkert of mikil pressa á okkur en þetta er bara hluti af leiknum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um meiðslin hjá Gunnari Nielsen og leikmannamál. Það var mikið rok á skaganum og því líklega gott að lesa textann með myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner