Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 21. júní 2022 21:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Þetta er langtíma verkefni
Mynd: FH-ingar.net

Eiður Smári Guðjohnsen er nýr aðalþjálfari FH og var hann við stjórn í sínum fyrsta leik sumarsins upp á skaga í kvöld. FH og ÍA skildu jöfn 1-1 en veðrið setti stórt strik í reikninginn í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Leikurinn fór fínt. Ég var virkilega ánægður með liðsheildina, með vinnusemi þetta voru erfiðar aðstæður það verður að viðurkennast. Á köflum spiluðum við fínt, vantaði kannski að vera aðeins beinskeyttari en það kemur með tímanum. Ég er ánægður að við skildum sýna svona mikla þolinmæði eftir að hafa lent undir og þá akkúrat þegar þú byrjar að stjórna leiknum miklu betur. En svona er fótboltinn, við hefðum hugsanlega átt að fá víti í seinni hálfleik ég veit það ekki"

Sagði Eiður Smári um gang leiksins. FH er ekki á þeim stað í deildinni sem þeir vilja vera á og stjórn klúbbsins treystir á Eið að lagfæra þá stöðu.

„Þetta er náttúrulega langtíma verkefni við þurfum að rífa okkur upp töfluna það er nokkuð ljóst. Ég held það sé enginn sem er ánægður með stöðuna í deildinni. Við þurfum að koma með aðeins meira sjálfstraust inn í leikina. Við verðum að trúa því að við höfum gæðin til að vinna leiki og koma okkur upp töfluna"

Markið sem FH fær á sig var mjög klaufalegt en Atli Gunnar markvörður liðsins tók of þunga snertingu og Kaj Leo stal boltanum af honum og skoraði úr því.

„Hugsanlega hefðum við átt að spila boltanum fram á við bara aðeins fyrr. Mér fannst ekki vera mikil pressa á okkur en svo bara gerast mistök sem kostaði okkur mark á tímapunkti sem var ekkert of mikil pressa á okkur en þetta er bara hluti af leiknum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um meiðslin hjá Gunnari Nielsen og leikmannamál. Það var mikið rok á skaganum og því líklega gott að lesa textann með myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner