Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   þri 21. júní 2022 21:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Þetta er langtíma verkefni
Mynd: FH-ingar.net

Eiður Smári Guðjohnsen er nýr aðalþjálfari FH og var hann við stjórn í sínum fyrsta leik sumarsins upp á skaga í kvöld. FH og ÍA skildu jöfn 1-1 en veðrið setti stórt strik í reikninginn í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Leikurinn fór fínt. Ég var virkilega ánægður með liðsheildina, með vinnusemi þetta voru erfiðar aðstæður það verður að viðurkennast. Á köflum spiluðum við fínt, vantaði kannski að vera aðeins beinskeyttari en það kemur með tímanum. Ég er ánægður að við skildum sýna svona mikla þolinmæði eftir að hafa lent undir og þá akkúrat þegar þú byrjar að stjórna leiknum miklu betur. En svona er fótboltinn, við hefðum hugsanlega átt að fá víti í seinni hálfleik ég veit það ekki"

Sagði Eiður Smári um gang leiksins. FH er ekki á þeim stað í deildinni sem þeir vilja vera á og stjórn klúbbsins treystir á Eið að lagfæra þá stöðu.

„Þetta er náttúrulega langtíma verkefni við þurfum að rífa okkur upp töfluna það er nokkuð ljóst. Ég held það sé enginn sem er ánægður með stöðuna í deildinni. Við þurfum að koma með aðeins meira sjálfstraust inn í leikina. Við verðum að trúa því að við höfum gæðin til að vinna leiki og koma okkur upp töfluna"

Markið sem FH fær á sig var mjög klaufalegt en Atli Gunnar markvörður liðsins tók of þunga snertingu og Kaj Leo stal boltanum af honum og skoraði úr því.

„Hugsanlega hefðum við átt að spila boltanum fram á við bara aðeins fyrr. Mér fannst ekki vera mikil pressa á okkur en svo bara gerast mistök sem kostaði okkur mark á tímapunkti sem var ekkert of mikil pressa á okkur en þetta er bara hluti af leiknum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um meiðslin hjá Gunnari Nielsen og leikmannamál. Það var mikið rok á skaganum og því líklega gott að lesa textann með myndbandinu.


Athugasemdir
banner