Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 18. júlí 2025 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Lengjudeildin
Ásgeir Frank Ásgeirsson
Ásgeir Frank Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ásgeir Frank Ásgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis var til viðtals eftir 5-4 tap Fjölnismanna gegn Keflavík í Keflavík í kvöld. Fjölnismenn leiddu 4-2 þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og skoruðu heimamenn þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Er hægt að koma tilfinningum sínum í orð eftir svona leik?

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  4 Fjölnir

„Nei það er í raun og veru ekki hægt. Maður er náttúrulega bara orðlaus eftir þetta og þá kannski meira eftir að þetta gerist tvo leiki í röð.“

„Við spilum hérna frábæran leik. Þótt að þeir fái færi þá fengum við líka færi og spiluðum orkumikinn leik sem við lögðum upp með. Pressuðum þá eins mikið og við gátum og mér fannst við vera að gera það mjög vel. En í seinni hálfleik fannst mér við falla of snemma niður og þeir tóku kannski svolítið yfir leikinn. Voru ekki að skapa sér eitthvað mikið en fengu einhver færi en svo koma þessar mínútur þarna í lokin.“

„Okkur leið vel, þetta var ekkert í kortunum og það var engin að spá í þessu. Svo byrjar þetta bara, bombað á markið þrisvar í röð og þrjú mörk. Maður eiginlega bara trúir þessu ekki.“

Líkt og Ásgeir segir er Fjölnir að missa niður forystu á ögurstundu annan leikinn í röð. Hvaða lærdóm þurfa menn að draga af þessu og gera í framhaldinu?

„Við þurfum að grafa djúpt. Ef við horfum á síðustu 4-5 leiki þá er frammistaðan að stórum hluta mjög góð. Á undan því vorum við ekki að finna þær. Mér finnst vera kominn góður taktur í liðið og liðið í góðu standi. Við erum að hlaupa og djöflast alveg út í eitt. En þetta er bara ekki boðlegt, það er talað um að þessi deild sé jöfn. Þannig að þegar þú ert 4-2 yfir á móti liðum sama hvað það er þá klárar þú svona leik. Það er það eina sem ég tek tekið út úr þessu að við vonandi lærum af þessu,“

Sagði Ásgeir en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner