
„Ég er frekar svekktur,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 1 Þróttur R.
„Mér fannst við líklegri. Þessi leikur svo sem, eins og margir eru, kaflaskiptur. Mér fannst aldrei nein raunveruleg ógn frá Leiknismönnum, ekkert sem ég hafði miklar áhyggjur af. Okkar kaflar voru nokkrir góðir, ég hefði viljað nýta þá betur og skora fleiri mörk,“ hélt hann svo áfram.
Aðspurður hvort að gæði á síðasta þriðjungi hafi mátt vera meiri segir hann:
„Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir sko, þetta var ekkert endilega gæðaleysi, þetta var líka bara, stundum heppnast hlutir og stundum ekki.“
Þróttarar eru nú þegar búnir að bæta við sig einum nýjum leikmanni í glugganum, má búast við fleiri nýjum andlitum inn í liðið á næstu vikum?
„Við erum með einhverja bolta á lofti en engin örvænting. Ég er með mjög stóra hóp, ég er með menn utan hóps í dag sem eru bara virkilega góðir leikmenn þannig að við erum ekkert í neinni örvænting að leita að neinu en ef eitthvað dúkkar upp sem við teljum styrkja liðið þá klárlega skoðum við það.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.