Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. nóvember 2020 10:04
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Haukur Harðarson
Haukur Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir sínum mönnum í Chelsea sigur.
Haukur spáir sínum mönnum í Chelsea sigur.
Mynd: Getty Images
Nær meiðslahrjáð lið Liverpool að vinna Leicester?
Nær meiðslahrjáð lið Liverpool að vinna Leicester?
Mynd: Getty Images
Gummi Ben fékk fimm rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í síðustu umferð.

Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni.



Newcastle 1 - 3 Chelsea (12:30 í dag)
Mínir menn eru farnir að slípast vel saman og Lampard virðist loksins vita um það bil sterkasta byrjunarliðið sitt. Hakim Ziyech er listamaður og var síðasta púslið sem vantaði og Chelsea sækir frekar þægilegan sigur á St. James‘ Park. Ekki afskrifa Chelsea í titilbaráttunni.

Aston Villa 2 - 0 Brighton (15:00 í dag)
Villa-menn spila skemmtilegan og árangursríkan bolta og vinna auðveldan sigur á Brighton sem verður áfram í brasi.

Tottenham 2 - 1 Manchester City (17:30 í dag)
Þetta verður hrikalega áhugaverður leikur. Það eru einhverjir Mourinho töfrar í gangi hjá Tottenham og City hefur gengið frekar illa að skora á leiktíðinni. Tottenham vinnur „statement“ sigur og önnur lið þurfa að fara að vara sig.

Manchester United 4 - 0 WBA (20:00 í kvöld)
Solskjaer er rosa duglegur að kaupa sér tíma þegar hann þarf mest á því að halda. Það gerist aftur hér og United vinnur þægilegan sigur á liði West Brom sem hefur ekki enn unnið leik. Rashford skorar tvö og allir kátir á Old Trafford í þetta skiptið.

Fulham 0 - 1 Everton (12:00 á morgun)
Everton hefur tapað þremur í röð en þeirri taphrinu lýkur á Craven Cottage. Calvert-Lewin skorar markið en Gylfi kemur inn á eftir 60 mínútur og hjálpar til við að sigla sigrinum í höfn.

Sheffield United 0 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Sheffield er með eitt stig á botninum en þeir hafa tapað mörgum leikjum ansi naumlega. Því miður fyrir þá gerist það í enn eitt skiptið.

Leeds 2 - 1 Arsenal (16:30 á morgun)
Tímabilið hefur verið mikill rússíbani fyrir Leedsara hingað til en þeir fara brosandi inn í næstu viku eftir flottan sigur á Arsenal. Einhverjir stuðningsmenn Arsenal munu halda „Fraudeta“ herferðinni áfram eftir leik.

Liverpool 1 - 0 Leicester (19:15 á morgun)
Toppslagur á Anfield en því miður fyrir heimamenn vantar um það bil 26 leikmenn í hópinn. Ótrúlegur meiðslalisti hjá Liverpool en Klopp nær að þjappa mannskapnum saman og kreista fram 1-0 sigur. Ef Liverpool vinnur titilinn aftur horfa menn á þennan leik sem vendipunkt tímabilsins.

Burnley 1 - 3 Crystal Palace (17:30 á mánudag)
Það hefur verið mjög gaman að horfa á leiki með Palace á tímabilinu og ég held að þeir vinni frekar þægilegan leik á slöku Burnley liði. Zaha setur allavega eitt í 3-1 sigri.

Wolves 2 - 2 Southampton (20:00 á mánudag)
Eina jafnteflið í umferðinni en jafnframt einn skemmtilegasti leikurinn. Ótrúlegt hvað Ralph Hasenhüttl hefur náð að búa til vel spilandi lið með Southampton. Wolves jafnar seint í leiknum með skallamarki frá Raul Jimenez.

Fyrri spámenn
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner