Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2023 16:13
Brynjar Ingi Erluson
England: Leikmenn Man City svöruðu fyrir sig - Markalaust á Elland Road
Haaland skoraði öll mörkin á Etihad
Erling Braut Haaland er kominn með 25 mörk
Erling Braut Haaland er kominn með 25 mörk
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David Raya læsti búrinu á Elland Road
David Raya læsti búrinu á Elland Road
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City unnu sannfærandi 3-0 sigur á Wolves í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en liðin áttust við á Etihad-leikvanginum í Manchester. Erling Braut Haaland skoraði öll þrjú mörkin í leiknum.

Heimamenn voru með öll völd á leiknum og voru alltaf líklegri en Wolves til að skora.

Erling Braut Haaland átti fínt færi sem Jose Sa varði og þá sá portúgalski markvörðurinn einnig við Jack Grealish stuttu síðar.

Fyrsta markið kom undir lok fyrri hálfleiks er Kevin de Bruyne átti vel kortlagða fyrirgjöf á hausinn á Haaland sem stangaði boltann af miklu harðfylgi í netið.

Man City gat bætt við fleiri mörkum fyrir hálfleikinn en Wolves slapp með skrekkinn. Nathan Collins bjargaði á línu frá Grealish og þá kom hann í veg fyrir að Haaland næði að skora annað markið undir lok hálfleiksins.

Það gat þó enginn stöðvað Haaland í þeim síðari. Ruben Neves braut á Ilkay Gündogan í teignum og vítaspyrna dæmd. Haaland skoraði af öryggi.

Norðmaðurinn fullkomnaði þrennu sína nokkrum mínútum síðar eftir mistök frá Sa. Markvörðurinn sendi hreinlega boltann beint á Riyad Mahrez, sem lagði hann út á Haaland og þaðan í netið. 25. mark Haaland í deildinni.

Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri en Englandsmeistararnir sætta sig við 3-0 sigur. Pep Guardiola, stjóri Man City, talaði um það eftir 4-2 sigurinn á Tottenham að liðið þyrfti að rækilega að taka sig á og leikmenn svöruðu því í dag. Liðið nú tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal, en Wolves í 17. sæti með 17 stig.

Leeds og Brentford gerðu á meðan markalaust jafntefli á Elland Road.

Brentford spilaði agaðan varnarleik og hleypti Leeds ekki í mörg dauðafæri.

Wilfried Gnonto átti besta færi Leeds á 68. mínútu en David Raya varði meistaralega. Rodrigo átti þá nokkur fín færi en landi hans í marki Brentford var að eiga góðan dag.

Gestirnir náðu engan veginn að skapa sér eitthvað af viti á síðasta þriðjungnum og eru því eflaust sáttir með stigið. Leeds er í 15. sæti með 18 stig en Brentford í 8. sæti með 30 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leeds 0 - 0 Brentford

Manchester City 3 - 0 Wolves
1-0 Erling Haland ('40 )
2-0 Erling Haland ('50 , víti)
3-0 Erling Haland ('54 )
Athugasemdir
banner
banner