Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 18:24
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Wilder: Magnaður árangur
Wilder er að vinna frábært starf.
Wilder er að vinna frábært starf.
Mynd: Getty Images
Chris Wilder knattsprynustjóri Sheffield United, liðsins sem hefur komið einna mest á óvart það sem af er tímabili í ensku úrvalsdeildinni, er ánægður með hvað liðið er búið að afreka á tímabilinu en hann vill meira.

Sheffield er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni en náði ekki í stigin þrjú í dag þegar Brighton kom í heimsókn, leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Wilder var nokkuð pirraður eftir leikinn en viðurkenndi þó að árangurinn væri magnaður.

„Þegar ég hef náð að róa mig niður, eftir nokkra klukkutíma þegar ég er kominn með bjór í höndina þá mun ég geta rætt gengi okkar með mikilli ánægju því þetta er magnaður árangur. Við munum spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili," sagði Wilder eftir leikinn í dag.

„Við viljum meira, við höfum átt slæma daga en ekki dvalið lengi við þá þegar þeir hafa komið. Strákarnir vilja meira, það er mikil samstaða í hópnum. Þetta félag er í góðum málum núna, á góðum stað og stuðningsmennirnir ættu að njóta þess eins og þeir geta," sagði Wilder að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner