Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 22. apríl 2024 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fylkisliðið til hamingju, komnar í deildina og spilaði af krafti. En leikurinn horfði þannig við mér að það voru smá taugar hjá báðum liðum í byrjun. Mér fannst við ná ágætis tökum á leiknum í fyrri hálfleik og skapa okkur góð færi. Þær eiga svo skot í þverslá og mér finnst aðeins koma titringur í mínar stelpur en mér fannst við ná okkur eftir það.“ Sagði Ólafur Kristjánsson um fyrri hálfleikinn er Þróttur undir hans stjórn gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki á Wurth-vellinum fyrr í kvöld. Ólafur bætti svo við um síðari hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

„Við stjórnum seinni hálfleiknum til að byrja með en síðan með krafti og dugnaði sækir Fylkisliðið sér nokkur horn og skora gott mark fyrir þær. Ég var svo sem ekkert sáttur við það en ég held að þegar að rykið sest og maður horfir yfir leikinn þá hefðum við getað gert margt betur en það er ekki hægt að gera neitt við því núna.“

Lið Þróttar var þétt varnarlega í síðari hálfleik og var lið Fylkis lítið að skapa sér tækifæri í opnum leik. Þrátt fyrir það féll lið Þróttar ansi neðarlega á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og kannski að einhverju leyti bauð hættunni heim. Eðlilegt viðbragð leikmanna sem eru að verja forystu?

„Já já það getur vel verið. Þær nátturulega spila boltanum snemma upp og fara beint. Það má svo sem alveg vera að við höfum ekki náð að ýta nógu mikið en mér fannst það aðallega það að þegar við komumst á boltann þá vorum við að missa hann of fljótt og þetta varð svona "transistion" leikur sem ég var ekki alveg sáttur með vegna þess að í fyrri hálfleik þegar við erum við stjórn þá látum við þær hlaupa og við vorum svolítið að hlaupa aftur á bak og sitja.“

Ólafur er að hefja sitt fyrsta tímabil með Þrótti og í senn sitt fyrsta tímabil með kvennalið í efstu deild. Hvernig horfir sumarið við honum?

„Bara spennandi, við sjáum það í kvöld að nýliðarnir þær eru sprækar. Víkingarnir vinna og Fylkir, sómi fyrir þær að þeirra leik og mikill kraftur í þessu liði. Svo eru það allir hinir leikirnir sem koma og ég er bara brattur. Skemmtilegt verkefni og leikur strax á laugardaginn þannig að þetta verður varla betra.“

Sagði Ólafur Kristjánsson en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner