Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. september 2021 11:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koeman mætti á fund, las upp yfirlýsingu og fór
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Barcelona, mætti á blaðamannafund í morgun fyrir leik Barcelona og Cadiz í spænsku La Liga.

Það er ekki til frásögu færandi fyrir utan þá staðreynd að Koeman svaraði ekki einni spurningu á fundinum.

Koeman mætti og las upp yfirlýsingu um stöðu mála og gekk svo af fundinum í kjölfarið. Staða Barcelona er sú að félagið er í miklum fjárhagslegum örðugleikum, svo miklum að félagið gat ekki framlengt samning sinn við Lionel Messi í sumar.

Í yfirlýsingunni segir Koeman að félagið sé á bakvið hann sem stjórann til að leiða í gegnum enduruppbyggingu. Hann segir að ferlið taki tíma og það verði ekki hægt að fjárfesta háum upphæðum til að flýta ferlinu.

„Þessir ungu hæfileikaríku strákar gætu verið næstu stóru stjörnur heimsins eftir nokkur ár. Þeir þurfa að fá tækifæri eins og Xavi og Iniesta á sínum tíma. Við þurfum að sýna þolinmæði," sagði Koeman.

Hann þakkaði fyrir stuðninginn gegn Granada á mánudag og sagðist treysta á stuðning á þessum erfiðu tímum.
Athugasemdir
banner
banner