Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   fös 22. september 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli. 

Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Frábær, ógeðslega góð tilfining að vera búnar að vinna fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni." Sagði Telma Ívarsdóttir markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

„Þetta var alveg erfitt á köflum en við gerðum bara frábærlega í dag og spiluðum bara varnarleikinn upp á 10 fannst mér og þær opnuðu okkur ekki neitt og mér fannst þær ekki skapa sér neitt þannig séð þannig mér fannst við bara gera mjög vel." 

Íslenska vörnin stóð sig með mikilli prýði í kvöld og voru virkilega þéttar fyrir með Glódísi Perlu fremsta í flokki að stýra vörninni og var Telma hæst ánægð að spila með hana fyrir framan sig. 

„Það er geggjað að fá að spila með Glódísi og hún er að mínu mati besta í heimi þannig mér finnst geggjað að vera með hana fyrir framan mig og sömuleiðis Ingibjörgu, Guðrúnu og allar stelpurnar fyrir framan mig, þær eru bara geggjaðar." 

„Traustið á milli varnar og miðju og varnar og mín finnst mér bara frábært og við sýndum það bara í dag að við opnuðum okkur aldrei og gáfum þeim aldrei nein opin færi þannig þetta var bara gríðarlega vel gert hjá okkur í dag." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner