29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 22. september 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli. 

Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Frábær, ógeðslega góð tilfining að vera búnar að vinna fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni." Sagði Telma Ívarsdóttir markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

„Þetta var alveg erfitt á köflum en við gerðum bara frábærlega í dag og spiluðum bara varnarleikinn upp á 10 fannst mér og þær opnuðu okkur ekki neitt og mér fannst þær ekki skapa sér neitt þannig séð þannig mér fannst við bara gera mjög vel." 

Íslenska vörnin stóð sig með mikilli prýði í kvöld og voru virkilega þéttar fyrir með Glódísi Perlu fremsta í flokki að stýra vörninni og var Telma hæst ánægð að spila með hana fyrir framan sig. 

„Það er geggjað að fá að spila með Glódísi og hún er að mínu mati besta í heimi þannig mér finnst geggjað að vera með hana fyrir framan mig og sömuleiðis Ingibjörgu, Guðrúnu og allar stelpurnar fyrir framan mig, þær eru bara geggjaðar." 

„Traustið á milli varnar og miðju og varnar og mín finnst mér bara frábært og við sýndum það bara í dag að við opnuðum okkur aldrei og gáfum þeim aldrei nein opin færi þannig þetta var bara gríðarlega vel gert hjá okkur í dag." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner