Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
   fös 22. september 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli. 

Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Frábær, ógeðslega góð tilfining að vera búnar að vinna fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni." Sagði Telma Ívarsdóttir markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

„Þetta var alveg erfitt á köflum en við gerðum bara frábærlega í dag og spiluðum bara varnarleikinn upp á 10 fannst mér og þær opnuðu okkur ekki neitt og mér fannst þær ekki skapa sér neitt þannig séð þannig mér fannst við bara gera mjög vel." 

Íslenska vörnin stóð sig með mikilli prýði í kvöld og voru virkilega þéttar fyrir með Glódísi Perlu fremsta í flokki að stýra vörninni og var Telma hæst ánægð að spila með hana fyrir framan sig. 

„Það er geggjað að fá að spila með Glódísi og hún er að mínu mati besta í heimi þannig mér finnst geggjað að vera með hana fyrir framan mig og sömuleiðis Ingibjörgu, Guðrúnu og allar stelpurnar fyrir framan mig, þær eru bara geggjaðar." 

„Traustið á milli varnar og miðju og varnar og mín finnst mér bara frábært og við sýndum það bara í dag að við opnuðum okkur aldrei og gáfum þeim aldrei nein opin færi þannig þetta var bara gríðarlega vel gert hjá okkur í dag." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner