Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   fös 22. september 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið byrjar Þjóðardeildina af miklum krafti en í kvöld mættu þær liði Wales í 1.umferð á Laugardalsvelli. 

Íslenska liðið spilaði gríðarlega agaðan leik og sóttu sterkan sigur og fara því vel af stað í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

„Frábær, ógeðslega góð tilfining að vera búnar að vinna fyrsta leikinn í Þjóðardeildinni." Sagði Telma Ívarsdóttir markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

„Þetta var alveg erfitt á köflum en við gerðum bara frábærlega í dag og spiluðum bara varnarleikinn upp á 10 fannst mér og þær opnuðu okkur ekki neitt og mér fannst þær ekki skapa sér neitt þannig séð þannig mér fannst við bara gera mjög vel." 

Íslenska vörnin stóð sig með mikilli prýði í kvöld og voru virkilega þéttar fyrir með Glódísi Perlu fremsta í flokki að stýra vörninni og var Telma hæst ánægð að spila með hana fyrir framan sig. 

„Það er geggjað að fá að spila með Glódísi og hún er að mínu mati besta í heimi þannig mér finnst geggjað að vera með hana fyrir framan mig og sömuleiðis Ingibjörgu, Guðrúnu og allar stelpurnar fyrir framan mig, þær eru bara geggjaðar." 

„Traustið á milli varnar og miðju og varnar og mín finnst mér bara frábært og við sýndum það bara í dag að við opnuðum okkur aldrei og gáfum þeim aldrei nein opin færi þannig þetta var bara gríðarlega vel gert hjá okkur í dag." 

Nánar er rætt við Telmu Ívarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner