Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   fim 23. janúar 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds skoðar vængmann Manchester City
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Leeds United að skoða vængmann Manchester City.

Ian Carlo Poveda-Ocampo er nítján ára vængmaður sem er uppalinn hjá Chelsea. Hann hefur einnig verið á mála hjá Arsenal, Barcelona og Brentford á ferlinum.

Hann hefur leikið með U-16,-17,-18,-19 og U-20 landsliðum Englands. Poveda lék sinn fyrsta leik fyrir City þegar hann spilaði í 1-0 sigri City gegn Burton Albion í seinni undanúrslitaleik enska deildabikarsins fyrir ári síðan.

Hann var á bekknum gegn Southampton í sömu keppni í haust. Pep Guardiola, stjóri City, ætlaði að setja Poveda inn á í 3-1 sigri en hann hætti við skiptinguna eftir að Southampton skoraði.

Poveda hefur einnig verið orðaður við Torino á Ítalíu en Leeds stefnir á að klára viðskitpi sín við City fyrir vikulok.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 19 13 4 2 50 21 +29 43
2 Middlesbrough 19 10 6 3 28 20 +8 36
3 Millwall 19 10 4 5 23 25 -2 34
4 Ipswich Town 19 8 7 4 33 19 +14 31
5 Preston NE 19 8 7 4 26 20 +6 31
6 Stoke City 19 9 3 7 26 18 +8 30
7 Bristol City 19 8 5 6 26 21 +5 29
8 Birmingham 19 8 4 7 28 23 +5 28
9 Hull City 19 8 4 7 31 34 -3 28
10 QPR 19 8 4 7 25 29 -4 28
11 Southampton 19 7 6 6 31 26 +5 27
12 Wrexham 19 6 9 4 24 21 +3 27
13 Watford 19 7 6 6 27 25 +2 27
14 Leicester 19 7 6 6 25 24 +1 27
15 Derby County 19 7 5 7 26 28 -2 26
16 West Brom 19 7 4 8 21 25 -4 25
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Sheffield Utd 19 7 1 11 24 28 -4 22
19 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
20 Swansea 19 5 5 9 20 27 -7 20
21 Oxford United 19 4 6 9 20 27 -7 18
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 19 3 4 12 21 32 -11 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir
banner
banner