Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 23. apríl 2025 20:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er svekktur með úrslitin og svekktur með byrjunina hjá okkur í þessum leik. Við byrjuðum passívir og náðum ekki að klukka þá," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir tap gegn Val í kvöld. 

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Það tók okkur 20 mínútur að verða við sjálfir og eftir það fannst mér við verða flottir. En þá var Valur búinn að skora. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en við fáum ekki mörg stig á móti toppliðum á útivelli ef við fáum á okkur 3-4 mörk. Það er á hreinu."

KA liðið átti þrátt fyrir allt ágætis spretti í leiknum. "Það kom trú þegar við fengum mark og við höfum verið að skapa í leikjunum. Sóknarleikurinn er ekki vandamálið heldur er það varnarleikur liðsins sem þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli en frammistaðan þarf að vera betri."

Næst ræddum við framhaldið í mótinu. "Við munum vaxa inn í mótið. Við fáum leikmenn seint inn og lendum í því að vera með 9-11 leikmenn meidda í nánast allan vetur. Þetta mun koma en við þurfum fyrst að laga varnarleikinn."

Talandi um leikmenn á meiðslalistanum. Einn þeirra er Viðar Örn Kjartansson sem hefur misst af seinustu leikjum vegna meiðsla. "Hann er að koma til. Hann er að byrja að vera með á æfingum og hleypur á fullu svo það er stutt í hann."

Þá segist Hallgrímur ekki gera ráð fyrir frekari styrkingu áður en glugginn lokar í næstu viku."Nei ég býst ekki við því."


Athugasemdir
banner