Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   mið 23. apríl 2025 20:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er svekktur með úrslitin og svekktur með byrjunina hjá okkur í þessum leik. Við byrjuðum passívir og náðum ekki að klukka þá," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir tap gegn Val í kvöld. 

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Það tók okkur 20 mínútur að verða við sjálfir og eftir það fannst mér við verða flottir. En þá var Valur búinn að skora. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en við fáum ekki mörg stig á móti toppliðum á útivelli ef við fáum á okkur 3-4 mörk. Það er á hreinu."

KA liðið átti þrátt fyrir allt ágætis spretti í leiknum. "Það kom trú þegar við fengum mark og við höfum verið að skapa í leikjunum. Sóknarleikurinn er ekki vandamálið heldur er það varnarleikur liðsins sem þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli en frammistaðan þarf að vera betri."

Næst ræddum við framhaldið í mótinu. "Við munum vaxa inn í mótið. Við fáum leikmenn seint inn og lendum í því að vera með 9-11 leikmenn meidda í nánast allan vetur. Þetta mun koma en við þurfum fyrst að laga varnarleikinn."

Talandi um leikmenn á meiðslalistanum. Einn þeirra er Viðar Örn Kjartansson sem hefur misst af seinustu leikjum vegna meiðsla. "Hann er að koma til. Hann er að byrja að vera með á æfingum og hleypur á fullu svo það er stutt í hann."

Þá segist Hallgrímur ekki gera ráð fyrir frekari styrkingu áður en glugginn lokar í næstu viku."Nei ég býst ekki við því."


Athugasemdir