Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   þri 23. júní 2020 12:04
Elvar Geir Magnússon
„Stórundarleg" dómgæsla á Dalvík - Sjáðu sigurmarkið sem dæmt var af
Valdimar Pálsson dómari.
Valdimar Pálsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir og Þróttur Vogum gerðu 1-1 jafntefli í fyrstu umferð 2. deildar karla um helgina. Þróttarar komu boltanum í netið í uppbótartíma og fögnuðu innilega enda héldu þeir að sigurmarkið væri í höfn.

En Valdimar Pálsson dómari leiksins og hans aðstoðarmenn voru ekki á sama máli. Eftir fundarhöld dæmdu þeir markið af og heimamenn í Dalvík/Reni náðu í stig.

Fjallað var um atvikið, sem sjá má í sjónvarpinu hér að ofan, í Ástríðunni, hlaðvarpsþætti um neðri deildirnar.

„Aðalatvikið í þessum leik er rosalega umdeildur dómur. Markvörður Dalvíkur er með boltann og ætlar að sparka honum fram en boltinn endar í bakinu á Þróttara sem er á leið til baka. Boltinn fer til Þróttara sem skora og halda að þeir séu að taka sigurinn. Þá tekur við 2-3 mínútna umræða hjá dómaranum og línuverðinum sem endar með því að þeir dæma brot á Þróttarann sem fékk boltann í bakið," segir Sverrir Mar Smárason í þættinum.

Dómararnir hafa talið að leikmaður Þróttar hafi viljandi verið að fara fyrir markvörðinn. Sverrir og Óskar Smári Haraldsson telja að dómararnir hafi gert stór mistök.

„Ég er búinn að sjá video af þessu og finnst þetta stórundarlegt," segir Óskar og Sverrir bætir við:

„Ég hvet aðra dómara til að kíkja á þetta og læra af þessu. Eðlilega var mjög mikill pirringur í leikmönnum og þjálfarateymi Þróttar. Þeir voru rændir sigrinum en þeir geta samt sjálfum sér um kennt að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum."

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Ástríðan - Rýnt í það sem gerðist í fyrstu umferð í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner