Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 23. júní 2021 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Al-Hilal gefst ekki upp á að fá Gylfa
Gylfi hefur ekki áhuga á því að spila í Sádí-Arabíu.
Gylfi hefur ekki áhuga á því að spila í Sádí-Arabíu.
Mynd: EPA
Svo virðist sem Al-Hilal í Sádí-Arabíu sé ekki búið að gefast upp á því að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir.

Fjölmiðlamaðurinn Ekrem Konur segir frá því að félagið hafi enn áhuga á Gylfa.

Það var sagt frá því í október á síðasta ári að Gylfi hefði fengið tilboð frá Sádí-Arabíu á gluggadeginum þá. Gylfi afþakkaði boðið en hann var einnig orðaður við DC United í Bandaríkjunum á þeim tíma.

Blaðamaðurinn Konur segir að það sé búið að ræða við Gylfa og félag hans, Everton. Það sé nýr fundur mögulega á döfinni. Hann segir þó jafnframt að Gylfi hafi engan áhuga á því að spila í Sádí-Arabíu.

Gylfi er enn á góðum aldri, hann er bara 31 árs. Hann var að enda við það að eiga gott tímabil með Everton er hann er samningsbundinn þar út næstu leiktíð.

Everton er í stjóraleit eftir að Carlo Ancelotti tók við Real Madrid. Það er spurning hvaða hlutverk Gylfi mun hafa hjá nýjum stjóra.


Athugasemdir
banner
banner
banner