Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 23. júlí 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Möguleiki á að Neymar og Bale skipti um félög?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Madrid og Zinedine Zidane, stjóri félagsins, ætla að reyna sitt besta til þess að koma Gareth Bale burt frá félaginu.

Bale á tvö ár eftir af samningi hjá félaginu og fær um 550 þúsund pund í vikulaun. Bayern Munchen var orðað við leikmanninn fyrr í sumar og nú er talað um að kínversk félög hafi áhuga.

Miguel Delaney, fréttaritari á The Independent skrifaði í gær að menn í innsta hring Neymar hafa reynt að fá í gegn skiptisamning þar sem Gareth Bale færi til PSG og Neymar færi til Real Madrid.

PSG myndi þá einnig fá talsverða summu á milli. Bæði félög fá nýjar stjörnur sem gæti róað andrúmsloftið í kringum félögin.

Neymar hefur reynt allt til þess að komast frá PSG í sumar en sagan segir að hann vilji helst fara aftur til Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner