Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 23. júlí 2020 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Kári: Verður að gefa þeim verðskuldað hrós
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur að hafa ekki fengið öll þrjú stigin hér í kvöld.“ Sagði Kári Árnason miðvörður Víkings um fyrstu viðbrögði sín eftir 1-1 jafntefli. Víkingar stjórnuðu leiknum í 90 mínútur en fengu mark á sig úr föstu leikatriði strax á upphafsmínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

„Það er sama hversu mikið þú æfir hluti eins og horn í enda dags þá snýst þetta um að axla ábyrgð og bara reka hausinn í boltann þó þú haldir að einhver annar sé að taka hann að ráðast á hann. Við erum bara ekki nógu agressívir í hornunum og þurfum að taka á því.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítspyrnu í leiknum og þar af eftir að leikmaður Gróttu virtist hafa varið skalla frá Kára með hendi.

„Ég á skalla á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem að fer alveg 100% í hendina á honum. Ég veit ekkert hvort hann sé á leiðinni inn eða hvað en þetta er hendi engu að síður. En það er komið nóg af kvarti yfir dómurum . Mér fannst dómarinn dæma þetta ágætlega fyrir utan þessi atvik og hann hefði alveg mátt bæta aðeins meiru við leikinn því boltinn var rosalega mikið útaf og í markspyrnum o.s.frv en fyrir utan það þá dæmdi hann leikinn ágætlega.“

Það má alveg segja að Gróttumenn hafi lagt rútunni í leiknum í kvöld sem er eitthvað sem Kári kannast alveg við frá tíma sínum með íslenska landsliðinu.

„Það verður að gefa þeim verðskuldað hrós fyrir það. Ég þekki þetta nú alveg ágætlega með landsliðinu og þetta er erfiðara fyrir þá heldur en okkur að halda einbeitingu í svona langan tíma.Þeir lokuðu á alla þá nema þann sem var að spila á móti vindi þannig að það var ekki hægt að skipta á milli kanta nema með skoti þannig að það var mjög sniðugt hjá þeim og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim fyrir það en þetta var bara erfitt og klaufaskapur að ná ekki að skora.“

Sagði Kári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner