Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fim 23. júlí 2020 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Kári: Verður að gefa þeim verðskuldað hrós
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara svekktur að hafa ekki fengið öll þrjú stigin hér í kvöld.“ Sagði Kári Árnason miðvörður Víkings um fyrstu viðbrögði sín eftir 1-1 jafntefli. Víkingar stjórnuðu leiknum í 90 mínútur en fengu mark á sig úr föstu leikatriði strax á upphafsmínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Víkingur R.

„Það er sama hversu mikið þú æfir hluti eins og horn í enda dags þá snýst þetta um að axla ábyrgð og bara reka hausinn í boltann þó þú haldir að einhver annar sé að taka hann að ráðast á hann. Við erum bara ekki nógu agressívir í hornunum og þurfum að taka á því.“

Víkingar gerðu nokkur tilköll til vítspyrnu í leiknum og þar af eftir að leikmaður Gróttu virtist hafa varið skalla frá Kára með hendi.

„Ég á skalla á fjærstönginni í fyrri hálfleik sem að fer alveg 100% í hendina á honum. Ég veit ekkert hvort hann sé á leiðinni inn eða hvað en þetta er hendi engu að síður. En það er komið nóg af kvarti yfir dómurum . Mér fannst dómarinn dæma þetta ágætlega fyrir utan þessi atvik og hann hefði alveg mátt bæta aðeins meiru við leikinn því boltinn var rosalega mikið útaf og í markspyrnum o.s.frv en fyrir utan það þá dæmdi hann leikinn ágætlega.“

Það má alveg segja að Gróttumenn hafi lagt rútunni í leiknum í kvöld sem er eitthvað sem Kári kannast alveg við frá tíma sínum með íslenska landsliðinu.

„Það verður að gefa þeim verðskuldað hrós fyrir það. Ég þekki þetta nú alveg ágætlega með landsliðinu og þetta er erfiðara fyrir þá heldur en okkur að halda einbeitingu í svona langan tíma.Þeir lokuðu á alla þá nema þann sem var að spila á móti vindi þannig að það var ekki hægt að skipta á milli kanta nema með skoti þannig að það var mjög sniðugt hjá þeim og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim fyrir það en þetta var bara erfitt og klaufaskapur að ná ekki að skora.“

Sagði Kári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner