Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 23. júlí 2021 20:51
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Ég vil bara fá mörk í þetta!
Lengjudeildin
Orri gat brosað að minnsta kosti fjórum sinnum í dag!
Orri gat brosað að minnsta kosti fjórum sinnum í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá okkur. Sérstaklega fyrri hálleikur, mjög þéttir og skeinuhættir fram á við. En flestum þjálfurum finnst skemmtilegast að halda hreinu, en ég vil bara fá mörk í þetta! Alveg sama hvernig ég vinn, bara að ég skori fleiri,'' sagði kampakátur þjálfari Þórs, Orri Freyr Hjaltalín, eftir 4-2 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Það má segja að Þórsarar hafi gengið frá verkefninu í fyrri hálfleik. Þrjú mörk frá Ásgeiri Marinó Hilmarssyni, Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist sáu til þess að Þór gekk til búningsherbergja með 3-0 forystu í hálfleik.

„Við vildum ekki mæta þeim hálft í hálft. Annaðhvort vorum við að reyna að hápressa þá alla leið uppi eða að droppa djúpt til baka og ég held að öll mörkin hafi komið eftir að við höfum unnið boltann á flottum stöðum og sótt á þá.''

Orri sagði að rosalega erfitt væri að spila gegn hávöxnu og líkamlega öflugu liði Gróttu.

„Þeir eru rosalega sterkir í föstum leikatriðum og við rosalega lágvaxnir, sérstaklega í dag. Okkar tveir stærstu menn í banni og ég var bara hrikalega ánægður með það hvernig við náðum að díla við það stærstan partinn af leiknum,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner