Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. ágúst 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra Jóhanns spáir í 18. umferð Inkasso-deildarinnar
Alexandra var valinn í landsliðshópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi.
Alexandra var valinn í landsliðshópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra spáir ÍA sigri í toppslagnum.
Alexandra spáir ÍA sigri í toppslagnum.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í 17. umferð Inkasso-deildarinnar.

Alexandra Jóhannsdóttir, nýkrýndur bikarmeistari með Breiðabliki, fékk það verkefni að spá í 18. umferðina. Alexandra var á dögunum valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn, en hún er 18 ára gömul. Íslenska kvennalandsliðið er að fara að spila gegn Þýskalandi og Tékklandi í leikjum sem skera úr um það hvort Ísland komist á HM, fyllum Laugardalsvöllinn!

Njarðvík 1 - 0 ÍR (klukkan 18:00 í kvöld)
Þetta verður baráttusigur hjá Njarðvíkingum þar sem fyrirliðinn, Andri Fannar, skorar sigurmarkið.

Þór 3 - 1 Magni (klukkan 18:00 í kvöld)
Magni kemst yfir en heimamenn klára leikinn í seinni hálfleik.

Haukar 1 - 1 Fram (klukkan 18:30 í kvöld)
Uppeldisfélagið mitt, Haukar, er því miður búið að vera í basli í sumar en þeir ná að landa jafntefli.

ÍA 2 - 1 HK (klukkan 18:00 á morgun)
Algjör toppslagur og án efa leikur umferðarinnar. Spái jöfnum leik fram í uppbótartíma en þá ná heimamenn að stela sigurmarkinu.

Leiknir R. 1 - 3 Víkingur Ó. (klukkan 18:00 á morgun)
Ólsarar mæta brjálaðir til leiks eftir erfið úrslit í seinustu leikjum.

Þróttur R. 4 - 0 Selfoss (klukkan 14:00 á laugardag)
Viktor Jónsson er búinn að vera geggjaður fyrir Þrótt R í sumar og hann setur tvö góð mörk.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Emil Pálsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (3 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner