Mick McCarthy hefur hætt störfum hjá Cardiff City í Championship deildinni eftir áttunda tap liðsins í röð undir hans stjórn.
Cardiff tapaði 0-2 á heimavelli gegn Middlesbrough í dag og er liðið aðeins með 11 stig eftir 14 umferðir.
Cardiff byrjaði tímabilið vel og var með ellefu stig eftir sex umferðir en hefur ekki tekist að sigra fótboltaleik síðan 12. september.
McCarthy tók við Cardiff í janúar en hefur nú hætt störfum ásamt aðstoðarmanni sínum Terry Connor.
McCarthy er 62 ára gamall og hefur áður stýrt írska landsliðinu, Wolves og Ipswich Town meðal annars.
Hann á 57 landsleiki að baki fyrir Írland og lék meðal annars fyrir Lyon og Celtic fyrir rúmlega 30 árum síðan.
Athugasemdir