Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. nóvember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan spáir í Belgía - Kanada
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:00 hefst seinni leikur dagsins í F-riðli þegar Belgía og Kanada mætast.

Belgía er í 2. sæti heimslistans á meðan Kanada er í 41. sæti.

Það verður fróðlegt að sjá spræka leikmenn á borð við Alphonso Davies og Johnatan David mæta Kevin de Bruyne, Eden Hazard og hinum stjörnunum í belgíska liðinu.

Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, spáir í leiki dagsins. Hann var á sínum tíma leikmaður Genk í Belgíu og lék þarmeð áðurnefndum David.

Belgía 0 - 1 Kanada
Mínir menn í Kanada mæta virkilega sterkir til leiks, Jonathan David verður í bana stuði og setur hann í stöngina í fyrri hálfleik og skapar bölvuð vandræði hjá Belgunum. Belgarnir svara þessu og pinna Kanadamenn niður en ná því miður ekki að skora.

Það verður svo auðvitað Jonathan David sem skorar eina mark leiksinns í kringum 90. mín og tryggir Kanada sigurinn óvænt.

Sjá einnig:
Jonathan David hrifinn af golfleik Dags
Ungstirni á HM í Katar: Tólf leikmenn sem þið ættuð að fylgjast með
F-riðillinn: Tveir með töframátt í fótunum

Athugasemdir
banner
banner
banner