Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
þriðjudagur 23. apríl
Championship
Leicester - Southampton - 19:00
Úrvalsdeildin
Arsenal - Chelsea - 19:00
Vináttulandsleikur
National cup
Lazio - Juventus - 19:00
Toppserien - Women
Valerenga W 3 - 2 Stabek W
banner
mið 23.nóv 2022 14:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Ungstirni á HM í Katar: Tólf leikmenn sem þið ættuð að fylgjast með

Stærsti íþróttaviðburður heims, HM í fótbolta, er farinn af stað í Katar og hafa nú þegar ungir leikmenn á borð við Piero Hincapie, Jude Bellingham og Timothy Weah sett mark sitt á mótið.

Hér er listi yfir tólf önnur Ungstirni sem þið, lesendur góðir, ættuð að fylgjast með á HM.

Josko Gvardiol - Króatía


Tvítugur örvfættur hafsent sem leikur með RB Leipzig í þýskalandi en hann kom þangað frá Dinamo Zagreb. Virkilega góður tæknilega og einnig sterkur varnarlega. Gvardiol er metinn á um 60 milljónir evra og hefur hann verið sterklega orðaður við Chelsea sem er talið tilbúið að borga um 90 milljónir fyrir þennan króatíska varnarjaxl.

Jamal Musiala - Þýskaland


Strákur fæddur árið 2003 sem skaust fram á sjónarsviðið árið 2020 þegar hann skoraði fyrsta markið sitt gegn Schalke. Musiala lék á sínum tíma fyrir unglingalið Chelsea en hann gekk í raðir Bayern München í júlí 2019. Musiala hefur verið stórkostlegur með Bayern í byrjun tímabils með níu mörk og sjö stoðsendingar í 14 leikjum; enginn leikmaður í þýsku deildinni hefur komið að fleiri mörkum. Hann er einstaklega góður leikmaður sem skilur leikinn gríðarlega vel, er alltaf ógnandi og býr oft á tíðum yfir frábærum sendingum. Metinn á 100 milljónir evra og undirritaður hefur trú á því þetta gæti orðið einn besti maður mótsins ef Þjóðverjarnir fara langt - gæðin hjá þessum leikmanni eru slík.

Gavi - Spánn


Í lok október var það þessi 18 ára strákur sem hlaut verðlaunin 'Golden Boy' á Ballon d'or hátíðinni. Enn einn tæknilegi góði miðjumaðurinn sem kemur úr La Masia skólanum hjá Barcelona. Það er spurning hversu stóru hlutverki hann verður í hjá Luis Enrique þar sem miðsvæðið hjá Spánverjum er vel mannað en hann hefur sýnt það með Barcelona undir stjórn Xavi að hann er ein af stjórstjörnum framtíðarinnar.

Antonio Silva - Portúgal


Líklega efnilegasti hafsent heims, undir tvítugt. Silva hefur verið lykilleikmaður í liði Benfica í portúgölsku deildinni að undanförnu og hefur hann nú þegar skorað gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu. Maður reiknar með því að Fernando Santos, þjálfari Portúgala, muni byrja með Ruben Dias og reynsluboltann Pepe en það væri gaman að sjá Silva fá sénsinn í hjarta varnarinnar.

Nuno Mendes


Annar Portúgali sem fékk stóra 'move-ið' sitt til Paris Saint-Germain á síðasta tímabili. Mendes, sem er fæddur 2002, leikur í stöðu vinstri bakvarðar og hefur verið í stóru hlutverki á þessu tímabili. Það verður spennandi að sjá hvort þjálfari Portúgala noti Cancelo í hægri bakverði og Mendes í þeim vinstri en ég held að það sé barátta milli Diogo Dalot og Mendes upp á sæti í byrjunarliðinu.

Jonathan David - Kanada


Fæddur árið 2000 í Brooklyn, New York. Hann var magnaður í liði Lille sem varð franskur meistari tímabilið 2020/21 og hefur verið sjóðandi heitur í byrjun tímabils núna þar sem hann hefur skorað níu mörk og gefið þrjár stoðsendingar í fimmtán leikjum fyrir Lille. David hefur verið orðaður við félög eins og Manchester United og Arsenal. Talið er að David kosti í kringum 50 milljónir evra og verður spennandi að sjá hvort hann verði keyptur í janúar, eftir mótið.

Jurrien Timber - Holland


Varnarmaður fæddur árið 2002 sem leikur í stöðu hafsents og bakvarðar. Hann fékk vissulega ekki traustið í 2-0 sigrinum á Senegal en samherji hans Matthijs De Ligt sagði eftir leik að Timber myndi líklega leysa hans stöðu betur, sem hægri hafsent í þriggja manna varnarlínu. Timber var sterklega orðaður við Manchester United þar sem fyrrum stjóra hans, Erik Ten Hag, er núna við stjórnvölinn. Það er enginn vafi á því hann verði kominn í stórlið í Evrópu innan skamms.

Jesper Lindström - Danmörk


Leikmaður fæddur árið 2000 sem minnir undirritaðan rosalega mikið á Thomas Müller, bæði í útliti og á velli. Lindström leikur framarlega á vellinum og hleypur eins og enginn sé morgundagurinn. Hann er alltaf ógnandi. Lindström leikur með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi og hefur skorað sex mörk og gefið tvær stoðsendingar í byrjun móts. Hann spilaði 28 mínútur í fyrsta leik Dana gegn Túnis og vonandi fær hann að láta ljós sitt skína þegar líður á mótið.

Aurelien Tchouameni - Frakkland


Einn mest spennandi miðjumaður heimsins um þessar mundir. Var auðvitað keyptur til Real Madrid frá Mónakó fyrir 80 milljónir evra og mun vera í lykilhlutverki hjá liði Frakka. Spilaði allann leikinn í 4-1 sigri á Ástralíu þar sem hann sýndi alvöru vinnuframlag í bland við góða fótboltagetu og verður gaman að fá að fylgjast með honum blómstra undir stjórn Didier Deschamps.

Youssoufa Moukoko - Þýskaland


Framherji sem er yngsti leikmaðurinn í hópnum hjá Þýskalandi en hann er fæddur árið 2004. Moukoko hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Dortmund í byrjun tímabils og hefur hann skorað sex mörk og gefið fjórar stoðsendingar. Hann er í kringum 180 sentímetrar á hæð og er rosalega kraftmikill og fljótur með geggjað markanef, þrátt fyrir ungan aldur.

Moises Caicedo - Ekvador


Strákur fæddur árið 2001 sem flestir þekkja úr Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Þessi klassíski 'box to box' miðjumaður sem átti mjög góðan leik gegn Katar í opnunarleiknum. Hann hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Manchester United. Caicedo er metinn á 40 milljónir evra og verður hann kominn í evrópskt stórlið innan skamms. Ekvador sýndi gegn Katar að þetta er ágætis fótboltalið og verður áhugavert að sjá hvort að Caicedo geti hjálpað þeim að komast í útsláttarkeppnina; hann sýni. þá heimsbyggðinni af hverju hann er orðaður við stærstu félög heims.

Noah Okafor - Sviss


Um er að ræða 22 ára teknískan kantmann sem er alinn upp hjá Basel í heimalandinu en spilar núna fyrir langbesta lið Austurríkis, Salzburg. Kannski ekki margir sem þekkja til Okafor en hann hefur nýlega verið orðaður við Liverpool og Manchester City. Okafor hefur skorað þrjú mörk í Meistaradeild Evrópu og ef svissneska liðið ætlar að ná langt í þessu móti - sem þeir svo sannarlega geta - þá þarf Okafor að eiga gott mót.
Athugasemdir
banner
banner