fös 24. janúar 2020 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Arnór Sig með tvö - Guðmundur Andri setti þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson skoraði bæði mörkin er CSKA Moskva lagði írska félagið Dundalk að velli í æfingaleik í dag.

Arnór skoraði bæði mörkin snemma leiks, eða á fimmtu og tólftu mínútu leiksins.

Arnór var ekki eini Íslendingurinn sem kom við sögu í æfingaleikjum dagsins því Hörður Björgvin Magnússon var með honum í byrjunarliði CSKA.

Guðmundur Andri Tryggvason gerði sér þá lítið fyrir og setti þrennu er Start lagði Sorlandslaget Fvn að velli í miklum markaleik.

Þá var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði SönderjyskE sem gerði jafntefli við Viborg. Ísak Óli Ólafsson byrjaði á bekknum.

Að lokum gerði Jagiellonia jafntefli við Viitorul Constanta og Århus hafði betur gegn Nordsjælland. Böðvar Böðvarsson leikur fyrir Jagiellonia og er Jón Dagur Þorsteinsson á mála hjá Árósum.

CSKA Moskva 2 - 0 Dundalk
1-0 Arnór Sigurðsson ('5)
2-0 Arnór Sigurðsson ('12)

Start 5 - 3 Sorlandslaget Fvn
1-0 Guðmundur Andri Tryggvason ('4)
2-0 E. Wichne ('9)
3-0 Guðmundur Andri Tryggvason ('18)
3-1 Holtan ('37)
4-1 M. Ugland ('69)
4-2 Holtan ('71)
4-3 V. Liland ('82)
5-3 Guðmundur Andri Tryggvason ('86)

Viborg 1 - 1 SonderjyskE

Viitorul Constanta 1 - 1 Jagiellonia

Nordsjælland 4 - 5 Århus

Íslendingavaktin fann myndskeið af mörkum Arnórs.


Athugasemdir
banner
banner