Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. maí 2019 09:41
Arnar Daði Arnarsson
KSÍ safnar gögnum eftir rasísk ummæli Bjögga Stef
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Archange Nkumu
Archange Nkumu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ sagði í samtali við 433.is að nú væri hún að safna gögnum í máli Björgvins Stefánssonar.

Björgvin lék rasísk ummæli falla í gærkvöldi í garð Archange Nkumu leikmann Þróttar er hann lýsti leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso-deildinni í beinni á HaukarTV.

„Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í útsendingunni en Björgvin hefur lýst fyrstu tveimur heimaleikjum Hauka í Inkasso-deildinni en leikmaðurinn er uppalinn hjá félaginu.

Björgvin sendi frá sér yfirlýsingu fljótlega eftir atvikið og baðst þarf sökunar og hætti að lýsa leiknum í kjölfarið.

Haukar sendu einnig frá sér yfirlýsingu eftir leik þar sem þeir segjast harma ummæli Björgvins.

Ákvæði eru í reglugerð KSÍ sem gera framkvæmdarstjóra, heimilt að vísa málinu til aga og úrskurðarnefndar.

Klara þarf fyrst að bíða eftir skýrslu dómara og eftirlitsmanns en ólíklegt er að eitthvað um mál Björgvins komi fram þar, þau gögn þurfa hins vegar að liggja fyrir áður en Klara tekur ákvörðun í málinu.

„Eins og staðan er núna erum við að safna gögnum, knattspyrnan fordæmir alla mismunun,“ sagði Klara við 433.is og vitnaði í reglugerð 21.1.

Reglugerð KSÍ:
21.1. Framkvæmdastjóra KSÍ er heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað
geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið
fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum en geta verið hvers kyns
ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega.

Sjá einnig:
Þórarinn Ingi fær ekki sérstaka refsingu fyrir ummæli sín
Athugasemdir
banner
banner
banner