Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 24. maí 2019 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Low: Bayern væri gott skref fyrir Sane
Mynd: Getty Images
Leroy Sane, kantmaður Manchester City, hefur í dag verið orðaður við Bayern Munchen.

Sane, sem er 23 ára, skoraði tíu mörk og lagði upp tíu önnur þegar City varði Englandsmeistaratitilinn í vor.

Pep Guardiola, stjóri City, geymdi Sane oft á bekknum. Bernardo Silva og Raheem Sterling voru fyrstir á blað hjá Pep og því varð spiltími Sane takmarkaður.

Joachim Low, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að skipti frá City yfir til Bayern Munchen myndi vera gott fyrir alla aðila. Low valdi Sane ekki í landsliðshóp Þýskalands fyrir HM síðasta sumar og var mikið gagnrýndur fyrir. Í kjölfarið af HM valdi svo Low aftur Sane í landsliðið.

„Ef hann fer til Bayern þá yrði það gott fyrir hann, fyrir Bayern, fyrir landsliðið og fyrir Bundesliga í heild sinni," sagði Low í samtali við Bild.

Verðmiðinn á Sane er sagður vera um 70 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner