Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 24. júní 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man City tilbúið að bíða - Klopp hrifinn af McGinn
Powerade
Nuno Espirito Santo er orðaður við stjórastólinn hjá Tottenham.
Nuno Espirito Santo er orðaður við stjórastólinn hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
John McGinn, leikmaður Aston Villa.
John McGinn, leikmaður Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe, ásamt Saka.
Emile Smith Rowe, ásamt Saka.
Mynd: EPA
Messi, Kane, Rodriguez, Nuno, Ramos, Hakimi, Gilmour, Smith Rowe og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Argentínski framherjinn Lionel Messi (33) hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram hjá Barcelona. Það er innan við vika eftir af samningi hans við katalónska félagið. (Marca)

Manchester City er tilbúið að bíða í eitt ár með að fá inn sóknarmann ef ekki tekst að landa Harry Kane (27) frá Tottenham í sumar. (ESPN)

Tottenham íhugar að fara í viðræður við Nuno Espirito Santo (47) um að taka við sem nýr stjóri. Áður hafði Tottenham strokað nafn þessa fyrrum stjóra Wolves af blaði sínu. (Football Insider)

Umboðsmenn James Rodriguez (29) hafa boðið hann til Real Madrid, Atletico Madrid, AC Milan og Napoli. Kólumbíski landsliðsmaðurinn virðist tilbúinn að yfirgefa Everton. (Mail)

Real Madrid hyggst veita Arsenal samkeppni um sænska sóknarleikmanninn Alexander Isak (21) hjá Real Sociedad. Isak hefur heillað á EM alls staðar. (AS)

Varnarmaðurinn Nicklas Sule (25) hyggst framlengja samning sinn við Bayern München. Chelsea hefur sýnt honum áhuga. (Sport Bild)

Paris St-Germain hefur sett sig í samband við miðvörðinn Sergio Ramos (35) en samningur hans við Real Madrid rennur út við mánaðamót. (Goal)

PSG hefur gert samkomulag við Inter um kaup á marokkóska vængbakverðinum Achraf Hakimi (22) fyrir 60 milljónir punda. (ESPN

Úlfarnir hafa áhuga á að fá skoska landsliðsmanninn Billy Gilmour (20) lánaðan frá Chelsea. (Football Insider)

Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand (31) er á leið til Leicester City á frjálsri sölu en samningur hans við Southampton er að renna út. (Goal)

Brentford, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, eru nálægt því að kaupa nígeríska miðjumanninn Frank Onyeka (23) frá danska systurfélaginu FC Midtjylland. (Sky Sports)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er hrifinn af skoska miðjumanninum John McGinn (26) hjá Aston Villa. Það þyrfti að greiða 45-50 milljónir punda til að losa hann frá Villa Park. (The Athletic)

Hjá Arsenal ríkir bjartsýni um að Emile Smith Rowe (20) geri nýjan langtímasamning við félagið. Aston Villa hefur sýnt honum áhuga. (Football London)

Axel Tuanzebe (23) verður væntanlega lánaður frá Manchester United í sumar. Úrvalsdeildarfélög og félög erlendis hafa áhuga á enska varnarmanninum. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner