29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 24. júlí 2021 18:32
Victor Pálsson
Alfreð: Þetta var helvíti soft fannst mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson sá sínar stelpur í Selfoss tapa 2-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Selfoss

Selfoss stóð í Blikastelpum lengi vel í Kópavogi en tvö mörk seint í leiknum urðu liðinu að lokum að falli en það fyrra skoruðu Blikar úr víti.

Alfreð var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.

„Þetta var frekar svekkjandi, maður er að reyna að ná sér niður eftir þetta," sagði Alfreð eftir leikinn.

„Við vitum það að það er erfitt að halda Breiðablik frá færum en þær fengu þau færu sem við vildum að þær myndu fá. Við spiluðum þennan leik mjög vel, við lokuðum á þeirra styrkleika og náðum að láta þeirra veikleika skína svolítið."

Brenna Lovera klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir Blika og segir Alfreð að hún hafi átt betri daga í sókninni. Einnig talar Alfreð um að vítaspyrnudómurinn hinum megin hafi mögulega verið rangur.

„Sóknarlega hefur hún verið betri en það fór mikið púður í hana varnarlega og það kannski bitnaði aðeins á sóknarleiknum. Ég ætla ekkert að setja út á hana, hefði hún skorað úr vítinu væri hún örugglega besti leikmaðurinn."

„Þær fengu víti líka sem var helvíti soft fannst mér. Mér fannst þetta mjög vel dæmdur leikur fyrir utan kannski síðustu 10 mínúturnar og þá datt þetta aðeins með þeim. Þetta er fótboltinn og maður er svona pínu svekktur yfir vítinu og innkastinu þar sem þær skora annað markið."

„Dómarinn sér þetta eins og þetta sé víti. Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki í vatninu á Selfossi fyrir Karitas. Hún getur staðið af sér fleiri tæklingar en þetta, hún veit það sjálf," sagði Alfreð Elías sem skýtur á Karitas Tómasdóttur, fyrrum leikmann Selfoss sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner