Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 24. júlí 2021 18:32
Victor Pálsson
Alfreð: Þetta var helvíti soft fannst mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson sá sínar stelpur í Selfoss tapa 2-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Selfoss

Selfoss stóð í Blikastelpum lengi vel í Kópavogi en tvö mörk seint í leiknum urðu liðinu að lokum að falli en það fyrra skoruðu Blikar úr víti.

Alfreð var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.

„Þetta var frekar svekkjandi, maður er að reyna að ná sér niður eftir þetta," sagði Alfreð eftir leikinn.

„Við vitum það að það er erfitt að halda Breiðablik frá færum en þær fengu þau færu sem við vildum að þær myndu fá. Við spiluðum þennan leik mjög vel, við lokuðum á þeirra styrkleika og náðum að láta þeirra veikleika skína svolítið."

Brenna Lovera klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir Blika og segir Alfreð að hún hafi átt betri daga í sókninni. Einnig talar Alfreð um að vítaspyrnudómurinn hinum megin hafi mögulega verið rangur.

„Sóknarlega hefur hún verið betri en það fór mikið púður í hana varnarlega og það kannski bitnaði aðeins á sóknarleiknum. Ég ætla ekkert að setja út á hana, hefði hún skorað úr vítinu væri hún örugglega besti leikmaðurinn."

„Þær fengu víti líka sem var helvíti soft fannst mér. Mér fannst þetta mjög vel dæmdur leikur fyrir utan kannski síðustu 10 mínúturnar og þá datt þetta aðeins með þeim. Þetta er fótboltinn og maður er svona pínu svekktur yfir vítinu og innkastinu þar sem þær skora annað markið."

„Dómarinn sér þetta eins og þetta sé víti. Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki í vatninu á Selfossi fyrir Karitas. Hún getur staðið af sér fleiri tæklingar en þetta, hún veit það sjálf," sagði Alfreð Elías sem skýtur á Karitas Tómasdóttur, fyrrum leikmann Selfoss sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið.
Athugasemdir