Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 24. júlí 2021 18:32
Victor Pálsson
Alfreð: Þetta var helvíti soft fannst mér
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson sá sínar stelpur í Selfoss tapa 2-1 gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Selfoss

Selfoss stóð í Blikastelpum lengi vel í Kópavogi en tvö mörk seint í leiknum urðu liðinu að lokum að falli en það fyrra skoruðu Blikar úr víti.

Alfreð var heilt yfir ánægður með frammistöðu síns liðs.

„Þetta var frekar svekkjandi, maður er að reyna að ná sér niður eftir þetta," sagði Alfreð eftir leikinn.

„Við vitum það að það er erfitt að halda Breiðablik frá færum en þær fengu þau færu sem við vildum að þær myndu fá. Við spiluðum þennan leik mjög vel, við lokuðum á þeirra styrkleika og náðum að láta þeirra veikleika skína svolítið."

Brenna Lovera klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik fyrir Blika og segir Alfreð að hún hafi átt betri daga í sókninni. Einnig talar Alfreð um að vítaspyrnudómurinn hinum megin hafi mögulega verið rangur.

„Sóknarlega hefur hún verið betri en það fór mikið púður í hana varnarlega og það kannski bitnaði aðeins á sóknarleiknum. Ég ætla ekkert að setja út á hana, hefði hún skorað úr vítinu væri hún örugglega besti leikmaðurinn."

„Þær fengu víti líka sem var helvíti soft fannst mér. Mér fannst þetta mjög vel dæmdur leikur fyrir utan kannski síðustu 10 mínúturnar og þá datt þetta aðeins með þeim. Þetta er fótboltinn og maður er svona pínu svekktur yfir vítinu og innkastinu þar sem þær skora annað markið."

„Dómarinn sér þetta eins og þetta sé víti. Ég veit það fyrir víst að þetta er ekki í vatninu á Selfossi fyrir Karitas. Hún getur staðið af sér fleiri tæklingar en þetta, hún veit það sjálf," sagði Alfreð Elías sem skýtur á Karitas Tómasdóttur, fyrrum leikmann Selfoss sem gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner