Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   sun 24. október 2021 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Sagði við þá í hálfleik að spila betur
„Hvað get ég sagt? Bjóst ég við þessu? Nei," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 0-5 sigur sinna manna gegn erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

„Það sem við gerðum á síðasta þriðjungi vallarins var ótrúlegt. Við pressuðum hátt, unnum boltann og skoruðum stórkostleg mörk. Ég sagði við þá í hálfleik að spila betur. Við byrjuðum ótrúlega vel og hættum svo að spila fótbolta," sagði Klopp en Liverpool var 0-4 yfir í hálfleik.

„Við stjórnuðum leiknum eftir fimmta markið. Þetta snerist ekki um að skora meira eftir það. Við reyndum bara að komast frá leiknum án þess að fá fleiri meiðsli."

„Þetta eru klikkuð úrslit... en við fögnum þessu ekki ótrúlega mikið. Við verðum að virða andstæðinginn. Við vorum stundum heppnir. United er ekki alveg upp á sitt besta í augnablikinu."

Klopp telur að Liverpool geti spilað betur en er samt sem áður gífurlega ánægður með úrslitin - skiljanlega. Liverpool er einu stigi frá toppnum núna.
Athugasemdir
banner