Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 25. janúar 2022 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Hélt um höfuð sitt eftir markið - „Hann rotaðist"
Sadio Mane
Sadio Mane
Mynd: EPA
Senegalski landsliðsmaðurinn Sadio Mane hélt um höfuð sitt er honum var skipt af velli á 70. mínútu í 2-0 sigri á Grænhöfðaeyjum í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í kvöld en það vakna upp spurningar af hverju hann hélt leik áfram eftir höfuðhöggið.

Mane lenti í skelfilegu samstuði við Vozinha, markvörð Grænhöfðeyja á 57. mínútu leiksins. Það kom hár bolti í átt að teignum og ákvað Vozinha að keyra út í boltann og lenti þar á Mane sem var kominn í dauðafæri.

Þeir lágu báðir óvígir í grasinu en Vozinha var rekinn af velli á meðan Mane hélt leik áfram. Hann gerði sigurmarkið á 63. mínútu en var skipt af velli nokkrum mínútum síðar.

Mane hélt um höfuð sitt og greinilega ljóst að ekki var allt með felldu en John Bennett hjá BBC skilur lítið í því af hverju Mane hélt leik áfram. Höfuðhögg geta haft alvarlegar afleiðingar og því með öllu óskiljanlegt að honum ekki ekki verið skipt af velli strax eftir atvikið.




Athugasemdir
banner