Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. janúar 2022 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Hélt um höfuð sitt eftir markið - „Hann rotaðist"
Sadio Mane
Sadio Mane
Mynd: EPA
Senegalski landsliðsmaðurinn Sadio Mane hélt um höfuð sitt er honum var skipt af velli á 70. mínútu í 2-0 sigri á Grænhöfðaeyjum í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í kvöld en það vakna upp spurningar af hverju hann hélt leik áfram eftir höfuðhöggið.

Mane lenti í skelfilegu samstuði við Vozinha, markvörð Grænhöfðeyja á 57. mínútu leiksins. Það kom hár bolti í átt að teignum og ákvað Vozinha að keyra út í boltann og lenti þar á Mane sem var kominn í dauðafæri.

Þeir lágu báðir óvígir í grasinu en Vozinha var rekinn af velli á meðan Mane hélt leik áfram. Hann gerði sigurmarkið á 63. mínútu en var skipt af velli nokkrum mínútum síðar.

Mane hélt um höfuð sitt og greinilega ljóst að ekki var allt með felldu en John Bennett hjá BBC skilur lítið í því af hverju Mane hélt leik áfram. Höfuðhögg geta haft alvarlegar afleiðingar og því með öllu óskiljanlegt að honum ekki ekki verið skipt af velli strax eftir atvikið.




Athugasemdir
banner
banner
banner