Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 18:04
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Stoltur að vera hluti af þessu félagi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var í skýjunum með að vinna fyrsta bikar tímabilsins með liðinu og í fyrsta sinn sem hann gerir það sem fyrirliði félagsins.

Fyrirliðinn var hetja Liverpool í 1-0 sigrinum á Chelsea á Wembley en hann stangaði boltanum í netið eftir hornspyrnu Kostas Tsimikas á 118. mínútu framlengingar.

Tíundi deildabikartitill Liverpool, en ekkert félag hefur unnið bikarinn oftar.

„Þetta er svo þýðingarmikið. Allir ungu strákarnir á vellinum í framlengingu, bara ótrúlegt. Ég er svo stoltur af liðinu,“ sagði Van Dijk.

„Það var spennuleikur fyrir bæði lið. Þeir fengu færi og við líka, en þetta er bara geggjað. Fyrsti titillinn sem fyrirliði Liverpool. Þetta er allt fyrir stuðningsmennina, þannig við skulum njóta.“

„Þetta voru tilfinningar. Ég er svo stoltur af strákunum og allir ungur strákarnir spiluðu sína rullu í þessu afreki í dag. Ótrúlegur dagur og nú er það bara að ná í fleiri.“


Spurður út hvort hann varðveitir þetta augnablik sérstaklega í ljósi þess að Jürgen Klopp er á sínu síðasta tímabili sagði Van Dijk.

„Maður á alltaf að varðveita góð augnablik og þetta er klárlega eitt af þeim.“

„Við munum aldrei taka þessu sem sjálfsögðum hlut en þetta hefði getað farið á hinn veginn. Við gerðum okkar, þrátt fyrir öll vandamálin sem við vorum að glíma við fyrir leikinn. Ég er ótrúlega stoltur að vera hluti af þessu félagi og sérstaklega stoltur af strákunum,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner