
Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir átti sannkallaðan stórleik um liðna helgi þegar Fiorentina vann sigur á Juventus í Íslendingaslag.
Alexandra gerði tvennu í leiknum sem endaði með 4-2 sigri Fiorentina.
Alexandra spilaði um 70 mínútur í leiknum en hún var að mæta Söru Björk Gunnarsdóttur sem spilar með Juventus. Sara spilaði einnig 70 mínútur en staðan var 3-2 Fiorentina í vil þegar þær voru teknar af velli.
Sjá einnig:
Alexandra úr sama fótboltaskóla og Sara: Ákveðin og með mikið keppnisskap
Alexandra er í liði umferðarinnar hjá ítölsku deildinni, skiljanlega. Hún var maður leiksins í stórum leik. Hún skoraði líka frábært mark sem kom til greina sem mark umferðarinnar en lenti í öðru sæti í kosningu aðdáenda deildarinnar. Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Juventus er búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil en liðið situr í öðru sæti deildarinnar - AS Roma varð meistari. Fiorentina er í þriðja sætinu en ein umferð er eftir af deildarkeppninni.
???????? ?????????????????????????????????????????????????????? fa ????QUESTO: pic.twitter.com/PgbCRHGiOo
— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) May 21, 2023
Athugasemdir