Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 25. júlí 2022 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar Örn: Ekki hægt að kenna einum manni um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson var í hjarta varnarinnar hjá Val sem gerðir 3-3 jafntefli við KR í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Heimamenn í KR tóku forystuna þrisvar en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Sem varnarmaður fannst mér við full opnir á köflum, ég hefði viljað sjá okkur taka meiri stjórn á leiknum. Þetta var endanna á milli sem hleypir leikjum oft upp í vitleysu og þá getur allt gerst. Það hefur örugglega verið skemmtilegt að horfa á leikinn," sagði Hólmar Örn sem var sáttur með stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Þetta var fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar við stjórnvölinn hjá Val en hann tók við af Heimi Guðjónssyni í síðustu viku. Heimir var látinn fara eftir 3-2 tap gegn ÍBV í síðustu umferð.

„Það er ekki hægt að benda á einn mann og segja að gengið hafi verið slæmt útaf honum. Þó það sé ekki vesenið þá er það oft þannig þegar maður skiptir um þjálfara að þá kemur eitthvað extra búst í menn og óvissa um byrjunarliðssæti sem kemur mönnum upp á tærnar. Við munum sjá hvernig það gengur hjá okkur."

Valur er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 21 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner