Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mán 25. júlí 2022 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar Örn: Ekki hægt að kenna einum manni um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson var í hjarta varnarinnar hjá Val sem gerðir 3-3 jafntefli við KR í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Heimamenn í KR tóku forystuna þrisvar en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Sem varnarmaður fannst mér við full opnir á köflum, ég hefði viljað sjá okkur taka meiri stjórn á leiknum. Þetta var endanna á milli sem hleypir leikjum oft upp í vitleysu og þá getur allt gerst. Það hefur örugglega verið skemmtilegt að horfa á leikinn," sagði Hólmar Örn sem var sáttur með stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Þetta var fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar við stjórnvölinn hjá Val en hann tók við af Heimi Guðjónssyni í síðustu viku. Heimir var látinn fara eftir 3-2 tap gegn ÍBV í síðustu umferð.

„Það er ekki hægt að benda á einn mann og segja að gengið hafi verið slæmt útaf honum. Þó það sé ekki vesenið þá er það oft þannig þegar maður skiptir um þjálfara að þá kemur eitthvað extra búst í menn og óvissa um byrjunarliðssæti sem kemur mönnum upp á tærnar. Við munum sjá hvernig það gengur hjá okkur."

Valur er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 21 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner