Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   mán 25. júlí 2022 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmar Örn: Ekki hægt að kenna einum manni um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmar Örn Eyjólfsson var í hjarta varnarinnar hjá Val sem gerðir 3-3 jafntefli við KR í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Heimamenn í KR tóku forystuna þrisvar en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Sem varnarmaður fannst mér við full opnir á köflum, ég hefði viljað sjá okkur taka meiri stjórn á leiknum. Þetta var endanna á milli sem hleypir leikjum oft upp í vitleysu og þá getur allt gerst. Það hefur örugglega verið skemmtilegt að horfa á leikinn," sagði Hólmar Örn sem var sáttur með stigið miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Þetta var fyrsti leikur Ólafs Jóhannessonar við stjórnvölinn hjá Val en hann tók við af Heimi Guðjónssyni í síðustu viku. Heimir var látinn fara eftir 3-2 tap gegn ÍBV í síðustu umferð.

„Það er ekki hægt að benda á einn mann og segja að gengið hafi verið slæmt útaf honum. Þó það sé ekki vesenið þá er það oft þannig þegar maður skiptir um þjálfara að þá kemur eitthvað extra búst í menn og óvissa um byrjunarliðssæti sem kemur mönnum upp á tærnar. Við munum sjá hvernig það gengur hjá okkur."

Valur er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 21 stig eftir 14 umferðir.


Athugasemdir
banner